„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2025 14:01 Ingibjörg óttast að notendur Janusar séu sum í lífshættu verði þeim ekki komið í viðeigandi úrræði eða Janusi haldið áfram. Vísir/Anton Brink Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing. Tilkynnt var um lokunina í mars síðastliðnum en því þó á sama tíma lofað að öllum þjónustuþegum yrði komið í annað úrræði. Alma Möller heilbrigðisráðherra fór yfir velferðarnefnd Alþingis í gær til að svara fyrir málið en minnihlutinn hefur óskað þess vikum saman að fá hana fyrir nefndina. Ingibjörg segist eftir fundinn ekki vongóð um framhaldið fyrir fólkið sem hefur sótt þjónustu hjá Janusi endurhæfingu. Ingibjörg segir minnihluta velferðarnefndar Alþingis hafa miklar áhyggjur af þessu máli. Strax þegar tilkynnt var um lokunina hafi þau óskað eftir því að lokunin yrði gerð að frumkvæðismáli innan nefndarinnar. Það hafi verið sent í atkvæðagreiðslu og fellt af meirihluta. Eftir það hafi þau beðið ítrekað um að heilbrigðisráðherra á fund nefndarinnar. Janus er geðendurhæfing fyrir ungt fólk sem hefur dottið úr virkni. Vísir/Anton Brink „Ég hef sex sinnum beðið um að fá ráðherra á fundinn og núna, þegar það eru tvær vikur í að úrræðið loki, kemur ráðherra loksins,“ segir Ingibjörg. Það sé þó ekki við ráðherra að sakast heldur hafi formaður nefndarinnar ekki kallað hana á fund nefndarinnar fyrr en nú. Hún telur mikilvægt sé að nefndin fái að sinna sínu eftirlitshlutverki og því vilji hún að fulltrúar Virk og Janusar fái einnig að koma fyrir nefndina. „Tíminn er skammur og ég hef áhyggjur af þessu.“ Hún segir umræðuna á fundinum hafa verið ágæta en eftir fundinn hafi hún fleiri spurningar en svör. Margir ekki komnir í úrræði eða ósáttir við nýtt úrræði „Hljóð og mynd fara ekki saman í þessu máli. Ráðherra heldur því fram að allir séu komnir í önnur úrræði á meðan ég hef upplýsingar um annað. Ráðherra heldur því fram að allir séu komnir í viðeigandi úrræði þó svo að þau hafi ekki aðgengi að geðlækni,“ segir hún og tekur fram að um tveggja ára bið sé eftir þjónustu geðlækna. Eden Frost Kjartansbur er eitt þeirra sem hefur þegið þjónustu Janusar endurhæfingar. Hán gagnrýni í aðsendri grein í vikunni að fullyrt væri í svari heilbrigðisráðherra til Ingibjargar á vef Alþingis að búið væri að koma öllum þjónustuþegum í annað úrræði. Það væri alls ekki rétt. Af þeim 55 sem hafi verið í þjónustu hefðu þrettán ekki fengið neinar upplýsingar um framhaldið og 49 einstaklingum hefði verið skipað í nýtt úrræði af Virk en þó án samráðs. „Einstaklingsmiðaða viðhorfið sem okkur var lofað af heilbrigðisráðherra fékk aldrei að sjá dagsins ljós. Ekki er litið á þessa viðkvæmu einstaklinga sem flestir hafa mjög nákvæmar sérþarfir eins og manneskjur. Svo virðist sem að verið sé að rétta kindur og hver fer í það úrræði sem virðist vera næst þeirra þörfum,“ sagði hán í greininni. Ingibjörg segist hafa fengið sömu tölfræði frá starfsfólki Janusar og að hún hafi verið tekin saman 8. og 9. maí. Þar hafi einnig komið fram að 25 af 55 væru óvissir hvað tekur við og af þeim 55 sem eru í þjónustu hjá Janus séu 46 óánægðir með stöðuna eins og hún er núna. „Það er ljóst að þetta er orð gegn orði. Ég efast ekki um að heilbrigðisráðherra fari ekki með fleipur. Hún talar út frá gögnum sem hún hefur á borðinu en það er ljóst að málið er í hnút og eftir sitja einstaklingar sem hvað minnst mega sín. Það er verið að leggja niður þjónustuna sem þau hafa verið að treysta á og þau eru sum hver að missa vonina.“ Snúist um samningsvilja Ingibjörg segist telja að í grunninn snúist þetta um samningsvilja og Janus hafi til dæmis boðist til þess að breyta Janus í sjálfseignarstofnun. Þau hafi óskað eftir formlegu samtali við bæði félags- og heilbrigðisráðuneytið en ekki fengið nein svör. Í tilkynningu ráðuneytisins um málið í mars kom fram að gerður hefði verið þríhliða samningur á milli Virk, Sjúkratrygginga Íslands og Janusar árið 2023. Hlutur SÍ hefði verið 25 prósent á móti 75 prósentum Virk. Á samningstíma hefði svo komið fram að endurhæfingin væri læknisfræðileg frekar en að vera starfstengd eins og er hjá Virk. Að mati forsvarsmanna Janusar ætti Virk því ekki að komu að samningnum þó svo að þau hafi greitt 75 prósent hans. Að mati ráðuneytisins stangaðist þetta mat á við faglegt mat sérfræðinga um að endurhæfing þurfi að vera bæði læknisfræðileg og starfstengd. Eftir það var reynt að yfirfæra þjónustuna til heilsugæslunnar og Reykjalundar en sú yfirfærsla tókst ekki. Í frétt RÚV í apríl er vísað til þess að samningar hafi ekki náðst vegna þess að forsvarsmenn Janusar kröfðust þess, til dæmis, að fá sömu kjör hjá ríkinu og að starfsemin yrði með öllu óbreytt, það er skipulag, stjórnun og starfsmannahald. „Þetta snýst um fólk sem líður illa og að finna lausnir. Þetta snýst ekki um rekstrarformið.“ Ingibjörg segist brenna fyrir málaflokknum og það sé ljóst að það þurfi að bæta aðstöðuna fyrir hópinn. Hún hafi verið í samtali við notendur Janusar, aðstandendur þeirra og ýmis félagasamtök. Þau séu öll á einu máli um að það séu mistök að loka úrræðinu að svo stöddu. „Ég kem úr kerfi þar sem ég sé að það er fullt af lausnum og það eru allir að gera sitt besta. En það er ekki nógu mikil samfella í þjónustunni og það eru ekki til nægilega góðar skilgreiningar á því hver á veita hvaða þjónustu og hvernig. Ég veit að við getum gert betur. Það eru allir af vilja gerðir.. Þetta snýst um að veita þessu fólki hjálp. Ég hef talað við þessa einstaklinga og aðstandendur og það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu út af þessu.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra kom í vikunni á fund velferðarnefndar til að ræða mál Janusar.Vísir/Einar Ingibjörg fagnar því að hafa fengið ráðherra loks á fundinn þó það séu tveir mánuðir frá því að hún óskaði þess fyrst. Líklega sé það líka orðið of seint núna þegar aðeins tvær vikur eru í lokun og það virðist ljóst að ráðherra ætli ekki að semja við Janus um áframhaldandi þjónustu. Hún segir áform ráðherra um að gera hvítbók um endurhæfingu almennt jákvæða en að á sama tíma sé verið að loka úrræði sem hafi virkað vel fyrir þau sem þangað hafa leitað og það án þess að finna fyrir þau sambærilegt úrræði. Mögulega væri betra að leyfa úrræðinu að halda áfram þar til hvítbókin og annað úrræði sé tilbúið. „Þetta fólk er búið að reyna önnur úrræði í kerfinu og það hefur ekki skilað þeim árangri, en þau finna árangur þarna. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af. Þetta snýst um fólk sem líður illa og fólki sem líður illa á að fá viðeigandi þjónustu,“ segir Ingibjörg, og heldur áfram: „Þessi yfirfærsla mun kosta fjármuni, það er álag á sérfræðingunum okkar og úrræðum í kerfinu og við höfum engar upplýsingar um að þetta muni skila betri þjónustu sem er mikilvægasti þátturinn eða hvort það liggi fjárhagslegt hagræði í þessu. Ábyrgðin liggur hjá heilbrigðisráðherra en það er sorglegt að sjá að ríkisstjórn sem sagðist ætla að setja geðheilbrigðismál í forgang láti fyrsta verk sitt vera að leggja þetta lífsbjargandi úrræði niður.“ Öllum boðið í annað úrræði Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, segir í samtali við fréttastofu að öllum notendum Janusar hafi verið boðið í viðtal við sérfræðinga Virk og í kjölfarið til ráðgjafa stofnunarinnar. Niðurstaðan af því hafi verið sú að stór hluti fari til Hringsjár í þjónustu eða í þjónustu hjá ráðgjafa Virk og þeir sem ekki ráði við þau úrræði fái þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu við hæfi. Vigdís segir að öllum hafi verið boðið í annað úrræði og það í samráði við notendur. Vísir/Arnar Hún segir starfsmenn Hringsjár þegar búið að virkja nýja stundaskrá hjá sér og öllum notendum Janusar velkomið að færa sig fyrir. Hún viti þó af því að margir ætli að ljúka mánuðinum hjá Janusi. „Það hafa allir fengið samtal, það hefur öllum verið boðið í úrræði í samráði við einstaklingana og það hefur alltaf verið skýrt að ef fólk er ekki sátt að því sé velkomið að tala við okkur. Við erum að gera okkar besta og erum að leggja okkur fram. Við tökum við öllum ábendingum ef það er eitthvað sem við getum gert betur.“ Geðheilbrigði Einhverfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. 2. apríl 2025 16:12 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Tilkynnt var um lokunina í mars síðastliðnum en því þó á sama tíma lofað að öllum þjónustuþegum yrði komið í annað úrræði. Alma Möller heilbrigðisráðherra fór yfir velferðarnefnd Alþingis í gær til að svara fyrir málið en minnihlutinn hefur óskað þess vikum saman að fá hana fyrir nefndina. Ingibjörg segist eftir fundinn ekki vongóð um framhaldið fyrir fólkið sem hefur sótt þjónustu hjá Janusi endurhæfingu. Ingibjörg segir minnihluta velferðarnefndar Alþingis hafa miklar áhyggjur af þessu máli. Strax þegar tilkynnt var um lokunina hafi þau óskað eftir því að lokunin yrði gerð að frumkvæðismáli innan nefndarinnar. Það hafi verið sent í atkvæðagreiðslu og fellt af meirihluta. Eftir það hafi þau beðið ítrekað um að heilbrigðisráðherra á fund nefndarinnar. Janus er geðendurhæfing fyrir ungt fólk sem hefur dottið úr virkni. Vísir/Anton Brink „Ég hef sex sinnum beðið um að fá ráðherra á fundinn og núna, þegar það eru tvær vikur í að úrræðið loki, kemur ráðherra loksins,“ segir Ingibjörg. Það sé þó ekki við ráðherra að sakast heldur hafi formaður nefndarinnar ekki kallað hana á fund nefndarinnar fyrr en nú. Hún telur mikilvægt sé að nefndin fái að sinna sínu eftirlitshlutverki og því vilji hún að fulltrúar Virk og Janusar fái einnig að koma fyrir nefndina. „Tíminn er skammur og ég hef áhyggjur af þessu.“ Hún segir umræðuna á fundinum hafa verið ágæta en eftir fundinn hafi hún fleiri spurningar en svör. Margir ekki komnir í úrræði eða ósáttir við nýtt úrræði „Hljóð og mynd fara ekki saman í þessu máli. Ráðherra heldur því fram að allir séu komnir í önnur úrræði á meðan ég hef upplýsingar um annað. Ráðherra heldur því fram að allir séu komnir í viðeigandi úrræði þó svo að þau hafi ekki aðgengi að geðlækni,“ segir hún og tekur fram að um tveggja ára bið sé eftir þjónustu geðlækna. Eden Frost Kjartansbur er eitt þeirra sem hefur þegið þjónustu Janusar endurhæfingar. Hán gagnrýni í aðsendri grein í vikunni að fullyrt væri í svari heilbrigðisráðherra til Ingibjargar á vef Alþingis að búið væri að koma öllum þjónustuþegum í annað úrræði. Það væri alls ekki rétt. Af þeim 55 sem hafi verið í þjónustu hefðu þrettán ekki fengið neinar upplýsingar um framhaldið og 49 einstaklingum hefði verið skipað í nýtt úrræði af Virk en þó án samráðs. „Einstaklingsmiðaða viðhorfið sem okkur var lofað af heilbrigðisráðherra fékk aldrei að sjá dagsins ljós. Ekki er litið á þessa viðkvæmu einstaklinga sem flestir hafa mjög nákvæmar sérþarfir eins og manneskjur. Svo virðist sem að verið sé að rétta kindur og hver fer í það úrræði sem virðist vera næst þeirra þörfum,“ sagði hán í greininni. Ingibjörg segist hafa fengið sömu tölfræði frá starfsfólki Janusar og að hún hafi verið tekin saman 8. og 9. maí. Þar hafi einnig komið fram að 25 af 55 væru óvissir hvað tekur við og af þeim 55 sem eru í þjónustu hjá Janus séu 46 óánægðir með stöðuna eins og hún er núna. „Það er ljóst að þetta er orð gegn orði. Ég efast ekki um að heilbrigðisráðherra fari ekki með fleipur. Hún talar út frá gögnum sem hún hefur á borðinu en það er ljóst að málið er í hnút og eftir sitja einstaklingar sem hvað minnst mega sín. Það er verið að leggja niður þjónustuna sem þau hafa verið að treysta á og þau eru sum hver að missa vonina.“ Snúist um samningsvilja Ingibjörg segist telja að í grunninn snúist þetta um samningsvilja og Janus hafi til dæmis boðist til þess að breyta Janus í sjálfseignarstofnun. Þau hafi óskað eftir formlegu samtali við bæði félags- og heilbrigðisráðuneytið en ekki fengið nein svör. Í tilkynningu ráðuneytisins um málið í mars kom fram að gerður hefði verið þríhliða samningur á milli Virk, Sjúkratrygginga Íslands og Janusar árið 2023. Hlutur SÍ hefði verið 25 prósent á móti 75 prósentum Virk. Á samningstíma hefði svo komið fram að endurhæfingin væri læknisfræðileg frekar en að vera starfstengd eins og er hjá Virk. Að mati forsvarsmanna Janusar ætti Virk því ekki að komu að samningnum þó svo að þau hafi greitt 75 prósent hans. Að mati ráðuneytisins stangaðist þetta mat á við faglegt mat sérfræðinga um að endurhæfing þurfi að vera bæði læknisfræðileg og starfstengd. Eftir það var reynt að yfirfæra þjónustuna til heilsugæslunnar og Reykjalundar en sú yfirfærsla tókst ekki. Í frétt RÚV í apríl er vísað til þess að samningar hafi ekki náðst vegna þess að forsvarsmenn Janusar kröfðust þess, til dæmis, að fá sömu kjör hjá ríkinu og að starfsemin yrði með öllu óbreytt, það er skipulag, stjórnun og starfsmannahald. „Þetta snýst um fólk sem líður illa og að finna lausnir. Þetta snýst ekki um rekstrarformið.“ Ingibjörg segist brenna fyrir málaflokknum og það sé ljóst að það þurfi að bæta aðstöðuna fyrir hópinn. Hún hafi verið í samtali við notendur Janusar, aðstandendur þeirra og ýmis félagasamtök. Þau séu öll á einu máli um að það séu mistök að loka úrræðinu að svo stöddu. „Ég kem úr kerfi þar sem ég sé að það er fullt af lausnum og það eru allir að gera sitt besta. En það er ekki nógu mikil samfella í þjónustunni og það eru ekki til nægilega góðar skilgreiningar á því hver á veita hvaða þjónustu og hvernig. Ég veit að við getum gert betur. Það eru allir af vilja gerðir.. Þetta snýst um að veita þessu fólki hjálp. Ég hef talað við þessa einstaklinga og aðstandendur og það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu út af þessu.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra kom í vikunni á fund velferðarnefndar til að ræða mál Janusar.Vísir/Einar Ingibjörg fagnar því að hafa fengið ráðherra loks á fundinn þó það séu tveir mánuðir frá því að hún óskaði þess fyrst. Líklega sé það líka orðið of seint núna þegar aðeins tvær vikur eru í lokun og það virðist ljóst að ráðherra ætli ekki að semja við Janus um áframhaldandi þjónustu. Hún segir áform ráðherra um að gera hvítbók um endurhæfingu almennt jákvæða en að á sama tíma sé verið að loka úrræði sem hafi virkað vel fyrir þau sem þangað hafa leitað og það án þess að finna fyrir þau sambærilegt úrræði. Mögulega væri betra að leyfa úrræðinu að halda áfram þar til hvítbókin og annað úrræði sé tilbúið. „Þetta fólk er búið að reyna önnur úrræði í kerfinu og það hefur ekki skilað þeim árangri, en þau finna árangur þarna. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af. Þetta snýst um fólk sem líður illa og fólki sem líður illa á að fá viðeigandi þjónustu,“ segir Ingibjörg, og heldur áfram: „Þessi yfirfærsla mun kosta fjármuni, það er álag á sérfræðingunum okkar og úrræðum í kerfinu og við höfum engar upplýsingar um að þetta muni skila betri þjónustu sem er mikilvægasti þátturinn eða hvort það liggi fjárhagslegt hagræði í þessu. Ábyrgðin liggur hjá heilbrigðisráðherra en það er sorglegt að sjá að ríkisstjórn sem sagðist ætla að setja geðheilbrigðismál í forgang láti fyrsta verk sitt vera að leggja þetta lífsbjargandi úrræði niður.“ Öllum boðið í annað úrræði Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, segir í samtali við fréttastofu að öllum notendum Janusar hafi verið boðið í viðtal við sérfræðinga Virk og í kjölfarið til ráðgjafa stofnunarinnar. Niðurstaðan af því hafi verið sú að stór hluti fari til Hringsjár í þjónustu eða í þjónustu hjá ráðgjafa Virk og þeir sem ekki ráði við þau úrræði fái þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu við hæfi. Vigdís segir að öllum hafi verið boðið í annað úrræði og það í samráði við notendur. Vísir/Arnar Hún segir starfsmenn Hringsjár þegar búið að virkja nýja stundaskrá hjá sér og öllum notendum Janusar velkomið að færa sig fyrir. Hún viti þó af því að margir ætli að ljúka mánuðinum hjá Janusi. „Það hafa allir fengið samtal, það hefur öllum verið boðið í úrræði í samráði við einstaklingana og það hefur alltaf verið skýrt að ef fólk er ekki sátt að því sé velkomið að tala við okkur. Við erum að gera okkar besta og erum að leggja okkur fram. Við tökum við öllum ábendingum ef það er eitthvað sem við getum gert betur.“
Geðheilbrigði Einhverfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. 2. apríl 2025 16:12 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. 2. apríl 2025 16:12