Ný stofnun verði í Skagafirði sveinn arnarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Samkvæmt tillögu nefndar á vegum forsætisráðherra munu um eitt hundrað störf færast til Skagafjarðar á næstu árum. Fréttablaðið/Pjetur Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“ Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“
Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira