Að koma sér í úlfakreppu kolbeinn óttarsson proppé skrifar 1. apríl 2015 07:00 Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. fréttablaðið/valli Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum. Alþingi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira