Að koma sér í úlfakreppu kolbeinn óttarsson proppé skrifar 1. apríl 2015 07:00 Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. fréttablaðið/valli Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum. Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum.
Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira