Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB heimir már pétursson og þorfinnur ómarsson skrifar 20. mars 2015 19:15 Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael. Alþingi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael.
Alþingi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira