„Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 10:42 Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins. Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins.
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira