„Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2015 10:42 Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins. Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir gagnrýnivert að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafi boðið sig fram til formanns með jafnskömmum fyrirvara og raun bar vitni um helgina. Ætli menn að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni eigi að gera það með eðlilegum fyrirvara líkt og Jón gerði sjálfur árið 1984. Þá bauð Jón Baldvin sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni. „Ég setti fram mína stefnuskrá og eftir það var engin perónuleg óvild. Við unnum vel saman,“ sagði Jón Baldvin í Bítinu í morgun. Hann hefur enga ástæðu til að ætla að annað verði uppi á teningnum hjá Samfylkingunni nú. Hann segir á valdi formannsins Árna Páls Árnasonar að hlusta á gagnrýnina og breyta eftir því. „Árni formaður er á skilorði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi verið viðvörun og nú verði hann að spjara sig. Aðspurður um dapurt gengi flokksins í síðustu kosningum er hann fljótur til svars. „Það er aldrei til vinsælda fallið að taka að sér að hreinsa út skítinn eftir fylleríspartý,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Samfylkingunni og Vinstri grænum hafi verið treyst til þess að lokinni búsáhaldabyltingu og kosningar, þ.e. að „að moka út flórinn eftir að það hafði verið standandi partý útrásarvíkinga sem kunnu sér ekki hóf og fóru með þjófélagið til helvítis.“ „Það var ekkert smáverk,“ segir Jón Baldvin.Íslendingar ekkert lært af hruninu Jón Baldvin segir alveg tvímælalaust að Íslendingar hafi ekkert lært af hruninu. Hvorki pólitíkusarnir né þjóðin sjálf. Hann bendir þó á einn hlut sem Íslendingar hafi gert betur en allir aðrir eftir hrunið. Gert það upp með rannsóknarskýrslu. Um hafi verið að ráða vandaða greiningu á orsökum og skýrar niðurstöður um hvernig ætti að bregðast við. „Pakkinn var sendur til Alþingis en Alþingi klikkaði gjörsamlega,“ segir Jón Baldvin. Alþingi hafi einum rómi samþykkt þingsályktun um hvað þyrfti að gera til að koma húsinu í lag, nokkur meginatriði sem öllum hafi borið saman um að þyrfti að læra af. „Það er ekki búið að framkvæma eitt einasta af því.“ Þá rifjaði ráðherrann upp viðbrögð almennings við Landsdómsmálinu. Þjóðinni hafa ofboðið málið „því allir vita að Geir (innsk: Haarde) er frekar meinlaus maður og frekar ábyrgðarlítill.“ Hann hafie kki borið höfuðábyrgð á hruninu. „Höfuðábyrgðarmaður hrunsins situr uppi í Hádegismóum og heitir Davíð Oddsson,“ segir Jón Baldvin. Aðspurður hvort hann hafi rætt þau mál við fyrrum félaga sinn úr Viðeyjarstjórninni svarar Jón Baldvin neitandi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan en þar ræðir Jón Baldvin einnig um fjármálakerfi heimsins.
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent