Sport

Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves

George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England.

Enski boltinn

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið“

Í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexanders­son, ný­ráðinn þjálfara belgíska úr­vals­deildar­fé­lagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússí­bana­reið undan­farinna vikna, á­kvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upp­lifað mikinn ó­stöðug­leika undan­farin ár.

Fótbolti

Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum

Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. 

Enski boltinn