Skoðun

Bíl­laus Laugar­dalur og fleiri hug­myndir

Ævar Harðarson skrifar

Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði?

Skoðun

Ólafur Ragnar á hrós skilið

Ástþór Magnússon skrifar

Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust.

Skoðun

Lágt út­svar hækkar ráð­stöfunar­tekjur heimilanna

Gunnar Valur Gíslason skrifar

Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár.

Skoðun

Bless skaflar - halló vist­vænni sam­göngur

Anna Sigríður Hafliðadóttir skrifar

Það er lítill söknuður að löngu gránuðum snjósköflunum og flughálum stéttunum. Auðar stéttir og elsku sólin eru ánægjuleg sjón eftir þungan vetur. Börn á leið í skólann, foreldrar með barnavagna, eldri borgarar í heilsubótargöngu og öll hin sem ganga, taka almenningssamgöngur eða hjóla geta nú gert það að vild.

Skoðun

Þjóðar­leik­vangar og brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga.

Skoðun

Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um.

Skoðun

Rauðar fjaðrir verða leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta

Sigþór U. Hallfreðsson og Þorkell Cyrusson skrifa

Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu.

Skoðun

Um hænsa­eldi í loft­belgjum

Ólafur Örn Pétursson skrifar

Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu.

Skoðun

Rasísk refsi­stefna

Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar

Í Íslandi í dag í gær tókust Kári Stefánsson og Sigríður Á. Andersen um frumvarp til afglæpavæðinga á neysluskömmtun vímuefna. Í umræðunni afhjúpuðu þau bæði vanþekkingu sína á málefninu og smættuðu fólk sem notar vímuefni með því að tala yfir það og fyrir það.

Skoðun

Í­búa­lýð­ræði og stór­laxar á Austur­landi

Pétur Heimisson skrifar

Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina.

Skoðun

Grænar al­mennings­sam­göngur

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst.

Skoðun

Um stríð og frið

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Skoðun

Spari­st­ellið hennar ömmu

Pétur Helgi Sigurðsson skrifar

Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni.

Skoðun

Fyrir hverja er for­eldra­fræðsla?

Hildur Inga Magnadóttir skrifar

Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn.

Skoðun

Hvar eru þing­menn Norð­austur­lands?

Magnús Guðmundsson skrifar

Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið.

Skoðun

Hug­vitsam­legar kjara­við­ræður?

Einar Mäntylä skrifar

„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila.

Skoðun

Frían mat í grunn­skóla Kópa­vogs

Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá?

Skoðun

Nokkrar fullyrðingar um fæðuöryggi

Erna Bjarnadóttir skrifar

Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi.

Skoðun

Árétting um sannleiksgildi, fyrir kaffistofugesti og forstjóra

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar

Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir.

Skoðun

Af hverju?

Arnar Sigurðsson skrifar

Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?”

Skoðun

Um land­búnað og fæðu­öryggi á ó­vissu­tímum

Erna Bjarnadóttir skrifar

Þann 16. mars efndi CSIS til pallborðsumræðna í streymi um fæðuöryggi í ljósi stríðsins í Úkraínu. Í hópi þátttakenda voru aðstoðarráðherra landbúnaðar og matvæla í Úkraínu og aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) auk sérfræðinga á sviði fæðuöryggis og stefnumótunar.

Skoðun

Þrepin þrjú til fram­tíðar

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri.

Skoðun

Hafa skal það sem sannara reynist

Þórsteinn Ragnarsson skrifar

Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim.

Skoðun

Ef að Twitter væri partí

Þórarinn Hjartarson skrifar

Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa.

Skoðun

Vottaður sér­fræðingur, hvað þýðir það?

Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar

Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur?

Skoðun

Virkt lýð­ræði og á­hrif íbúa

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum.

Skoðun