Gummi Kalli Kristinn Sigurðsson skrifar 22. apríl 2024 17:01 Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú er komið af kaflaskiptum í Þjóðkirkjunni og skal kjósa í seinni umferð til biskupsembættis. Bæði langafi minn sr. Sigurbjörn Einarsson og afi sr. Karl Sigurbjörnsson hafa þjónað í embætti biskups. Með mínum fyrstu minningum var að vera í fanginu á afa í biskupsbústaðnum á Bergstaðarstræti. Afi var einhver mesta og besta fyrirmynd sem hægt er að ímynda sér og ég hugsa oft til hans og spyr sjálfan mig: ,,Hvað myndi afi gera í þessum aðstæðum‘‘. Til að sinna þessu embætti vel þarf viðkomandi að hafa marga eiginleika. Þú þarft að vera klár, framúrskarandi ræðumaður, hafa puttan stöðugt á púlsinum í þjóðfélaginu og haft þann eiginleika að vera bæði í takt við tíman en líka að geta haldið í hefðir. Svo þarf viðkomandi að hafa breitt bak. Biskup er í þeirri stöðu að störf hans eru stögugt gagnrýnd. Enginn verður óbarinn biskup hefur mögulega aldrei átt jafn vel við og síðustu ár. Ég er ekki starfandi í sóknarnefnd, né sinni neinum störfum fyrir kirkjuna og má því ekki kjósa. En ef ég væri með kosningarétt myndi ég ekki hika við að kjósa sr. Guðmund Karl Brynjarsson, eða Gumma Kalla. Hann hefur allt sem þarf til að sinna þessu embætti og meira til. Hann er ljúfur, klár, mannglöggur, og mikilvægast er hann stórskemmtilegur. Starf hans sem sóknarprestur í Lindakirkju hefur einkennst af því að vera í takt við tíman en samt halda í þessar fallegu hefðir kirkjunnar. Þetta er ekki allt bara gospel eins og þeir sem hafa sótt í athöfn hjá honum vita. Svo fyrir þau, sem hafa áhuga á rekstri (eins og ég) er Lindasöfnuður einstaklega vel rekinn. Mér þykir það skipta máli. Gummi Kalli er einstakur. Hann hefur byggt upp ásamt frábæru samstarfsfólki öflugt kirkjustarf á landinu og hann er óhræddur við að segja sína sögu um efann. Það þykir mér vera mikill kostur. Ekki eru allir með nógu breitt bak til að segja í beinni útsendingu að þeir hafi efast um trú sína. Guðmundur Karl yrði þjóðkirkjunni og þjóðinni til mikillrar sóma ef hann fengi traust kjósanda til að þjóna sem biskup Íslands. Er himininn blár? Já Er jörðinn kringlótt? Já Er Guðmundur Karl besti kosturinn? Já Höfundur er nemi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar