Öryggi – Forvitni – Gleði Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:31 Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun