Það er kominn tími til að tala um frið Lea María Lemarquis skrifar 21. apríl 2024 15:30 Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Sjá meira
Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun