Katrín og Gunnar Sævar Þór Jónsson skrifar 22. apríl 2024 15:30 Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun