Farsælar forvarnir í þágu barna í Reykjavík Guðrún Halla Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifa 22. apríl 2024 11:01 Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun