Það verður ekki bæði sleppt og haldið Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:30 Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar