Dánaraðstoð: Rangfærslur varðandi skrif Læknafélags Íslands Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Sylviane Lecoulte, Steinar Harðarson, Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa 23. apríl 2024 07:31 Stjórnarmenn Læknafélags Íslands (LÍ) birtu grein á visir.is þann 19. apríl síðastliðinn um Lífsvirðingu og dánaraðstoð. Í greininni koma fram nokkrar fullyrðingar sem stjórn Lífsvirðingar telur mikilvægt að leiðrétta. Fullyrðing LÍ: Umsögn Læknafélagsins hefur verið aðgengileg á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl Formaður LÍ greindi frá því í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars að félagið hefði ekki skilað inn umsögn. Þetta varð til þess að við hjá Lífsvirðingu gagnrýndum LÍ fyrir að skila auðu í grein sem birtist 14. apríl. Við vorum því miður ekki meðvituð um að LÍ hefði í millitíðinni, eða 10. apríl, skilað inn umsögn. Okkar misskilningur byggðist á því að við héldum að skilafresturinn sem nefndasvið Alþingis setti, til og með 26. mars, myndi útiloka móttöku umsagna 15 dögum eftir lokafrest. Við fögnum því innilega að formleg umsögn frá LÍ skuli nú loks vera komin fram. Fullyrðing LÍ: Almennur áhugi á dánaraðstoð er lítill LÍ heldur því fram í grein sinni að takmörkuð lögleiðing dánaraðstoðar á heimsvísu sé vísbending um lítinn almennan áhuga á málefninu. Þessi staðhæfing er ekki í samræmi við þróun mála. Á yfirstandandi ári er til dæmis búist við að dánaraðstoð verði lögleidd í fimm nýjum fylkjum í Bandaríkjunnum, í viðbót við þau ellefu fylki sem þegar heimila slíka aðstoð. Frumvörp um dánaraðstoð hafa einnig verið lögð fram í Frakklandi, Skotlandi, Englandi, Írlandi og víðar. Enn fremur sýna skoðanakannanir í mörgum löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum og á Íslandi, að milli 70% og 80% almennings styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Því er með engu móti hægt að halda því fram að almennur áhugi sé lítill. Fullyrðing LÍ: Umræðan um dánaraðstoð er einhliða og bjöguð Árið 2021 andmælti LÍ þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli þess að félagið taldi umræðuna einhliða og bjagaða og „knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar“. LÍ hefur þó ekki skýrt hver sé ástæðan fyrir þessari „einhliða og bjöguðu“ umræðu. Frá stofnun Lífsvirðingar árið 2017 hefur LÍ ekki blandað sér mikið í umræðuna um dánaraðstoð og ekki sýnt mikinn vilja til að taka þátt í fundum eða ráðstefnum sem Lífsvirðing hefur staðið fyrir. Ekki skal því undra að umræðan sé að miklu leyti drifin áfram af þeim sem styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Fullyrðing LÍ: Niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra eru ekki marktækar LÍ hefur gagnrýnt niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir heilbrigðisráðherra á vormánuðum 2023 vegna lágs svarhlutfalls. Könnunin var send út til 400 félagsmanna LÍ og af þeim svöruðu 30%. Þótt mikilvægt sé að taka tillit til svarhlutfalls, er það ekki eini mælikvarðinn á gæði eða túlkun niðurstaðna. Gæði könnunar ráðast af mörgum þáttum og því gefur einhliða áhersla á svarhlutfall ekki heildstæða mynd. Í febrúar sendum við LÍ tvær spurningar varðandi svarhlutfallið: Hvað væri ásættanlegt svarhlutfall fyrir þessa könnun eða samskonar könnun? Við erum ekki að biðja um svar um mikilvægi svarhlutfalls almennt, heldur nákvæmlega þessa könnun. Fyrst þið eruð alveg örugg með að 30% sé of lágt í þessari könnun, getið þið þá sagt hvað væri nægjanlegt þannig að við myndum vita að hvaða svarhlutfalli skuli stefna (næst)? Á hvaða vísindum byggið þið þær kröfur? Þessum spurningum hefur LÍ ekki svarað. Lífsvirðing hefur hvatt LÍ til að láta framkvæma ítarlega könnun meðal sinna félagsmanna í ljósi þess að stjórn LÍ, ekki Lífsvirðing, hefur dregið marktækni könnunar ráðuneytisins í efa. Það er því engin þversögn í afstöðu Lífsvirðingar til þessa máls. Við fögnum áformum LÍ um að framkvæma sína eigin könnun meðal félagsmanna. Fullyrðing LÍ: Lífsvirðing hefur verið með einhliða málflutning Stjórn LÍ gefur í skyn í grein sinni að Lífsvirðing hafi ekki veitt nægilega athygli öllum hliðum málsins né siðferðilegum álitamálum sem dánaraðstoð vekur. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Þrátt fyrir að stjórnarmenn Lífsvirðingar hafi vissulega lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð í greinum sínum, hefur félagið einnig fjallað um andstöðuna við dánaraðstoð, dómsmál sem hafa komið upp og reynslu þeirra ríkja sem heimila dánaraðstoð. Á vefsíðu félagsins, lifsvirding.is, er þar að auki hægt að finna rök með og á móti dánaraðstoð. Á síðunni má einnig finna yfirgripsmikla samantekt á um það bil 350 greinum, umræðum, hugleiðingum, ritgerðum, skrifum og viðtölum um dánaraðstoð frá bæði stuðningsmönnum og andstæðingum dánaraðstoðar, svo sem greinar úr Læknablaðinu. LÍ segir Lífsvirðingu hafa „lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð.“ Það er einfaldlega ekki rétt. Frá stofnun Lífsvirðingar höfum við átt fundi með Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og samtökum sjúklinga eins og MND, sem öll hafa lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum lögleiðingar dánaraðstoðar á hagsmuni umbjóðenda sinna. Lífsvirðing hefur einnig tekið virkan þátt í greinaskrifum um afstöðu fólks með fötlun til dánaraðstoðar. Við höfnum því fullyrðingum LÍ um að nálgun okkar sé einhliða. Þrír af fjórum Íslendingum styðja dánaraðstoð Það er engin tilviljun að Lífsvirðing hefur verið í fararbroddi í umræðunni um dánaraðstoð. Meðlimir félagsins eru eðli málsins samkvæmt fylgismenn dánaraðstoðar. Þeir þingmenn sem hafa lagt málinu lið, bæði sem meðflutningsmenn þingsályktunartillagna, skýrslubeiðna og frumvarps um dánaraðstoð, styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Auk þess hefur almenningur sýnt yfirgnæfandi stuðning við lögleiðingu dánaraðstoðar. Nýleg könnun heilbrigðisráðherra frá árinu 2023 sýnir að 75,6% almennings er hlynntur því að dánaraðstoð verði lögleidd. Þessi stuðningur er í samræmi við niðurstöður kannana sem Siðmennt og Lífsvirðing hafa látið framkvæma árin 2015, 2019 og 2022. Þær sýna að stuðningur almennings er mikill eða á bilinu 74,5% til 76,2%. Skortur á víðtækri umræðu er aðeins vegna þess að LÍ og aðrir hafa ekki tekið virkan þátt. Við hjá Lífsvirðingu fögnum því heilshugar að LÍ hyggist nú að taka virkan þátt í umræðunni um dánaraðstoð. Við hlökkum til að taka áfram þátt í opinskárri, málefnalegri og víðtækri umræðu um þetta mikilvæga málefni og bjóðum LÍ velkomið til samstarfs. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Stjórnarmenn Læknafélags Íslands (LÍ) birtu grein á visir.is þann 19. apríl síðastliðinn um Lífsvirðingu og dánaraðstoð. Í greininni koma fram nokkrar fullyrðingar sem stjórn Lífsvirðingar telur mikilvægt að leiðrétta. Fullyrðing LÍ: Umsögn Læknafélagsins hefur verið aðgengileg á vefsíðu Alþingis frá 11. apríl Formaður LÍ greindi frá því í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars að félagið hefði ekki skilað inn umsögn. Þetta varð til þess að við hjá Lífsvirðingu gagnrýndum LÍ fyrir að skila auðu í grein sem birtist 14. apríl. Við vorum því miður ekki meðvituð um að LÍ hefði í millitíðinni, eða 10. apríl, skilað inn umsögn. Okkar misskilningur byggðist á því að við héldum að skilafresturinn sem nefndasvið Alþingis setti, til og með 26. mars, myndi útiloka móttöku umsagna 15 dögum eftir lokafrest. Við fögnum því innilega að formleg umsögn frá LÍ skuli nú loks vera komin fram. Fullyrðing LÍ: Almennur áhugi á dánaraðstoð er lítill LÍ heldur því fram í grein sinni að takmörkuð lögleiðing dánaraðstoðar á heimsvísu sé vísbending um lítinn almennan áhuga á málefninu. Þessi staðhæfing er ekki í samræmi við þróun mála. Á yfirstandandi ári er til dæmis búist við að dánaraðstoð verði lögleidd í fimm nýjum fylkjum í Bandaríkjunnum, í viðbót við þau ellefu fylki sem þegar heimila slíka aðstoð. Frumvörp um dánaraðstoð hafa einnig verið lögð fram í Frakklandi, Skotlandi, Englandi, Írlandi og víðar. Enn fremur sýna skoðanakannanir í mörgum löndum, þar á meðal á Norðurlöndunum og á Íslandi, að milli 70% og 80% almennings styður lögleiðingu dánaraðstoðar. Því er með engu móti hægt að halda því fram að almennur áhugi sé lítill. Fullyrðing LÍ: Umræðan um dánaraðstoð er einhliða og bjöguð Árið 2021 andmælti LÍ þingsályktunartillögu um að framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli þess að félagið taldi umræðuna einhliða og bjagaða og „knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar“. LÍ hefur þó ekki skýrt hver sé ástæðan fyrir þessari „einhliða og bjöguðu“ umræðu. Frá stofnun Lífsvirðingar árið 2017 hefur LÍ ekki blandað sér mikið í umræðuna um dánaraðstoð og ekki sýnt mikinn vilja til að taka þátt í fundum eða ráðstefnum sem Lífsvirðing hefur staðið fyrir. Ekki skal því undra að umræðan sé að miklu leyti drifin áfram af þeim sem styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Fullyrðing LÍ: Niðurstöður könnunar heilbrigðisráðherra eru ekki marktækar LÍ hefur gagnrýnt niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir heilbrigðisráðherra á vormánuðum 2023 vegna lágs svarhlutfalls. Könnunin var send út til 400 félagsmanna LÍ og af þeim svöruðu 30%. Þótt mikilvægt sé að taka tillit til svarhlutfalls, er það ekki eini mælikvarðinn á gæði eða túlkun niðurstaðna. Gæði könnunar ráðast af mörgum þáttum og því gefur einhliða áhersla á svarhlutfall ekki heildstæða mynd. Í febrúar sendum við LÍ tvær spurningar varðandi svarhlutfallið: Hvað væri ásættanlegt svarhlutfall fyrir þessa könnun eða samskonar könnun? Við erum ekki að biðja um svar um mikilvægi svarhlutfalls almennt, heldur nákvæmlega þessa könnun. Fyrst þið eruð alveg örugg með að 30% sé of lágt í þessari könnun, getið þið þá sagt hvað væri nægjanlegt þannig að við myndum vita að hvaða svarhlutfalli skuli stefna (næst)? Á hvaða vísindum byggið þið þær kröfur? Þessum spurningum hefur LÍ ekki svarað. Lífsvirðing hefur hvatt LÍ til að láta framkvæma ítarlega könnun meðal sinna félagsmanna í ljósi þess að stjórn LÍ, ekki Lífsvirðing, hefur dregið marktækni könnunar ráðuneytisins í efa. Það er því engin þversögn í afstöðu Lífsvirðingar til þessa máls. Við fögnum áformum LÍ um að framkvæma sína eigin könnun meðal félagsmanna. Fullyrðing LÍ: Lífsvirðing hefur verið með einhliða málflutning Stjórn LÍ gefur í skyn í grein sinni að Lífsvirðing hafi ekki veitt nægilega athygli öllum hliðum málsins né siðferðilegum álitamálum sem dánaraðstoð vekur. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Þrátt fyrir að stjórnarmenn Lífsvirðingar hafi vissulega lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð í greinum sínum, hefur félagið einnig fjallað um andstöðuna við dánaraðstoð, dómsmál sem hafa komið upp og reynslu þeirra ríkja sem heimila dánaraðstoð. Á vefsíðu félagsins, lifsvirding.is, er þar að auki hægt að finna rök með og á móti dánaraðstoð. Á síðunni má einnig finna yfirgripsmikla samantekt á um það bil 350 greinum, umræðum, hugleiðingum, ritgerðum, skrifum og viðtölum um dánaraðstoð frá bæði stuðningsmönnum og andstæðingum dánaraðstoðar, svo sem greinar úr Læknablaðinu. LÍ segir Lífsvirðingu hafa „lítið ef nokkuð ávarpað miklar áhyggjur alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu fatlaðra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að umræðu um dánaraðstoð.“ Það er einfaldlega ekki rétt. Frá stofnun Lífsvirðingar höfum við átt fundi með Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og samtökum sjúklinga eins og MND, sem öll hafa lýst yfir áhyggjum af mögulegum áhrifum lögleiðingar dánaraðstoðar á hagsmuni umbjóðenda sinna. Lífsvirðing hefur einnig tekið virkan þátt í greinaskrifum um afstöðu fólks með fötlun til dánaraðstoðar. Við höfnum því fullyrðingum LÍ um að nálgun okkar sé einhliða. Þrír af fjórum Íslendingum styðja dánaraðstoð Það er engin tilviljun að Lífsvirðing hefur verið í fararbroddi í umræðunni um dánaraðstoð. Meðlimir félagsins eru eðli málsins samkvæmt fylgismenn dánaraðstoðar. Þeir þingmenn sem hafa lagt málinu lið, bæði sem meðflutningsmenn þingsályktunartillagna, skýrslubeiðna og frumvarps um dánaraðstoð, styðja lögleiðingu dánaraðstoðar. Auk þess hefur almenningur sýnt yfirgnæfandi stuðning við lögleiðingu dánaraðstoðar. Nýleg könnun heilbrigðisráðherra frá árinu 2023 sýnir að 75,6% almennings er hlynntur því að dánaraðstoð verði lögleidd. Þessi stuðningur er í samræmi við niðurstöður kannana sem Siðmennt og Lífsvirðing hafa látið framkvæma árin 2015, 2019 og 2022. Þær sýna að stuðningur almennings er mikill eða á bilinu 74,5% til 76,2%. Skortur á víðtækri umræðu er aðeins vegna þess að LÍ og aðrir hafa ekki tekið virkan þátt. Við hjá Lífsvirðingu fögnum því heilshugar að LÍ hyggist nú að taka virkan þátt í umræðunni um dánaraðstoð. Við hlökkum til að taka áfram þátt í opinskárri, málefnalegri og víðtækri umræðu um þetta mikilvæga málefni og bjóðum LÍ velkomið til samstarfs. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun