Lífið

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akra­nesi

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt.

Lífið

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Lífið

Hætti sem málari og gerðist poppstjarna

„Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari.

Lífið

Gulli búinn að vinna síðustu vaktina

Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 

Lífið

Harry og Meghan búin að skila lyklunum

Harry Bretaprins og Meghan Markle var gert að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage) í mars á þessu ári. Um er að ræða híbýli hjónanna á lóð Windsor-kastala sem staðsettur er vestur af Lundunúm. Hjónin eru nú búin að tæma bústaðinn og skila lyklunum að þeim.

Lífið

Biggi lögga fór á skeljarnar

Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísi Ingólfsdóttir, listakona eru trúlfofuð. Parið deildi gleðitíðindum í gær með því að skrásetja tímamótin á samfélagsmiðilinn Facebook.

Lífið

Langþráður draumur Röggu Hólm rættist

Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. 

Lífið

Giftist fyrrverandi bestu vinkonu dóttur sinnar

Richard Keys, fyrrverandi fjölmiðlamaður á Sky Sports, og Lucie Rose gengu í það heilaga um helgina. Fyrrverandi eiginkona Richard skildi við hann árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhald hans með bestu vinkonu dóttur hans, Lucie Rose.

Lífið

Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn

Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik.

Lífið

Við vorum bara pollar með enga reynslu

Ásgeir Sigurðsson er einn yngsti framleiðandi og leikstjóri landsins en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Harm, á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna. Næstu verkefni Ásgeirs eru ekki síður spennandi.

Lífið

Titanic-leikarinn Lew Palter látinn

Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri.

Lífið

Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum.

Lífið

Kaleo með góð­gerðar­tón­leika vegna harm­leiksins í Sví­þjóð

Með­limir Kaleo hafa á­kveðið að blása til góð­gerðar­tón­leika í kvöld þar sem hljóm­sveitin er stödd í Stokk­hólmi til styrktar fjöl­skyldna þeirra sem lentu í rússí­bana­slysi í skemmti­garðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmti­garðinum í gær.

Lífið

Tónleikum Lewis Capaldi í Höllinni aflýst

Tónleikum Lewis Capaldi 11. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið aflýst. Ástæðan er ákvörðun tónlistamannsins um að aflýsa öllum tónleikum sínum það sem eftir er árs til að hlúa að andlegri heilsu sinni.

Lífið

Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max

Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir.

Lífið

Nafnið hans var skrifað í skýin

Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eignuðust sitt annað barn fyrr á þessu ári en fyrir eiga þau soninn Krumma. Barnið, sem er drengur fékk nafnið sitt við fallega athöfn nú um helgina. 

Lífið