„Það spurði þig enginn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 11:03 Pharrell Williams er ekki alveg á sömu línu og Taylor Swift þegar það kemur að því að virða skoðanir sínar á pólitík. Vísir/EPA Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump. Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump.
Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Sjá meira