Lífið

Ein lit­ríkasta í­búð landsins til sölu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ein litríkasta íbúð landsins er staðsett í Bólstaðarhlíð.
Ein litríkasta íbúð landsins er staðsett í Bólstaðarhlíð.

Í Bólstaðarhlíð 5 má finna einstaka og litskrúðuga íbúð stútfulla af karakter með bláum, bleikum, gulum og rauðum veggjum. Íbúðin er skráð rúmir 145 fermetrar með tvennar svalir til suðurs og vesturs og glæsilegt nýuppgert baðherbergi. 

Íbúðinni er lýst sem fallegri, opinni og mikið uppgerðri sex herbergja, 145,3fm hæð með bílskúr í virðulegu og fallegu húsi að Bólstaðarhlíð 5, 105 Reykjavík. Hún er í eigu Tinnu Eiríksdóttur og Ólafs Eiríks Þórðarsonar sem bæði eru kennarar. 

Eitt barnaherbergjanna tilheyrir greinilega miklum Liverpool aðdáanda þar sem allir veggir eru málaðir rauðir í stíl við Liverpool sængurföt. 

Liverpool herbergið.Fasteignamiðlun

Sjón er sögu ríkari er hér má sjá fleiri myndir af þessari skemmtilegu fasteign: 

Hlýleg og skemmtileg smáatriði.Fasteignamiðlun
Litrík stofa sem prýðir fjöldan allan af listaverkum.Fasteignamiðlun
Íbúðin er litrík og björt.Fasteignamiðlun
Stofa, borðstofa og eldhús liggja saman í opnu rými.Fasteignamiðlun
Veggirnir eru sannarlega einstakir, hvort sem þeir eru litríkir eða í skemmtilegu mynstri.Fasteignamiðlun
Nýuppgert baðherbergi.Fasteignamiðlun
Íbúðin hefur verið mikið uppgerð á síðustu árum.Fasteignamiðlun
Í íbúðinni eru fjögur svefnherbergi.Fasteignamiðlun
Tvennar svalir.Fasteignamiðlun
Bleikur, grænn og blár.Fasteignamiðlun
Fasteignamiðlun

Hér má finna nánari upplýsingar um íbúðina á fasteignavefnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×