Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti.
„Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi.
Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá.
„Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“
Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára.
Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur.








