Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2024 08:02 Raxi og landkönnuðurinn Ingólfur Arnarson (júníor) svífa eins og fuglinn fljúgandi yfir Lónsöræfi og uppgötvuðu lygilega litadýrð í hinni ósnortnu náttúru. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax
Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01