Var Díana prinsessa myrt? Boði Logason skrifar 16. september 2024 09:22 Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Getty Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis. Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis.
Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47