Þar kemur fram að Kristrún hafi boðið gestum í fimmtugsafmæli. Þar hafi hún boðið upp á ratleik sem endaði í Dómkirkjunni. Veislan hafi svo verið haldin í Marshallhúsinu. Fréttin á vef mbl.is.
Vísir fjallaði um samband Árna Odds og Kristrúnar við upphaf síðasta árs. Þá voru þau, eins og svo margir aðrir Íslendingar, að njóta lífsins á Tenerife um hátíðirnar. Árni var um árabil forstjóri Marel og einn launahæsti forstjóri landsins. Kristrún er tölvunarfræðingur og starfar sem fjárfestir. Bæði eiga þau börn úr fyrra sambandi.