Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2024 10:03 Nokkrir áfangastaðir í göngutúr fréttamanns og Páls Jakobs Líndal doktors í umhverfissálfræði í Íslandi í dag. Frá vinstri: horn við Ráðhúsið sem Páll telur afar vannýtt, Smiðja skrifstofubygging Alþingis og Parliament hotel við Kirkjustræti. Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira