Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 13:38 Félagarnir höfðu lagt of mikið á sig til þess að komast að lauginni svo það var ekki annað í boði en að skella sér ofan í. Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana. Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira