Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. september 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira