Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. september 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Lífið Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Lífið Fékk unnustu í afmælisgjöf Lífið Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Bíó og sjónvarp Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Lífið Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Lífið Fleiri fréttir Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Frumsýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óskaland Teknó baróninn á Radar á laugardag Fékk unnustu í afmælisgjöf Andinn á tökustað í Glæstum vonum: „Spurði fyrst hvort ég gæti verið vondur tvífari“ Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Dreymir um að eiga Range Rover Spilar á flygil innan um risatrukka: „Spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist“ GameTíví: Óli heimsækir Silent Hill Hlátrarsköll á svartri kómedíu Yung Filly ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás Mikil stemning á lokahófi RIFF Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Í vandræðum í Bláa lóninu Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Sjá meira
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Lífið Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Lífið Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Lífið Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Lífið Fékk unnustu í afmælisgjöf Lífið Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Bíó og sjónvarp Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Lífið Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Lífið Fleiri fréttir Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Mary drottning hafi undrast á umræðu um brúna skó Björns Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Fréttatía vikunnar: Halla Tómasdóttir, óveður og tölur Glæsihús umvafið ósnortnu hrauni Frumsýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óskaland Teknó baróninn á Radar á laugardag Fékk unnustu í afmælisgjöf Andinn á tökustað í Glæstum vonum: „Spurði fyrst hvort ég gæti verið vondur tvífari“ Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Dreymir um að eiga Range Rover Spilar á flygil innan um risatrukka: „Spurning um líf og dauða fyrir klassíska tónlist“ GameTíví: Óli heimsækir Silent Hill Hlátrarsköll á svartri kómedíu Yung Filly ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás Mikil stemning á lokahófi RIFF Patrik í Flórída: „Það er í lagi með mig“ Aldís og Kolbeinn keyptu í Kópavogi Forsetahjónin létu sig ekki vanta og eltu veðrið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Í vandræðum í Bláa lóninu Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Sjá meira