Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Beðið eftir fregnum frá Tonga

Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið

Á Tonga-eyja­klasanum er um­horfs eins og á Tunglinu eftir gríðar­legt ösku­fall eftir neðan­jarðar­eld­gosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt ösku­lag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án raf­magns og síma­sam­bands síðan í gær.

Erlent
Fréttamynd

Flóð­bylgja skall á Tonga

Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni.

Erlent
Fréttamynd

Skjálfti í Vatnajökulsþjóðgarði

Enn einn jarðskjálftinn reið yfir í morgun, að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 3,1 stig sem átti upptök sín um sex kílómetrum vest- suðvestur af Dreka í Vatnajökulsþjóðgarði.

Innlent
Fréttamynd

Minni líkur á eld­gosi

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en skjálftahrina hófst á skaganum þann 21. desember síðastliðinn. Skjálftavirknina mátti rekja til nýs kvikuinnskots í Fagradalsfjalli og töldu margir sérfræðingar að eldgos væri í vændum. Eins og staðan er í dag, virðast minni líkur á eldgosi en áður var talið.

Innlent
Fréttamynd

Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos

Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi.

Innlent
Fréttamynd

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi

Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,4 að stærð í morgun

Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Innlent
Fréttamynd

„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi.

Innlent
Fréttamynd

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Snarpir skjálftar við Kleifarvatn

Snarpir jarðskjálfti fundust víða á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,3 að stærð og 2,9 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“

„Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi.

Innlent