Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf

Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð.

Innlent
Fréttamynd

Gengur upp og niður með um klukku­tíma löngum þyrpingum

Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár myndarlegar hviður af skjálftum í nótt

„Virknin hefur gengið svolítið upp og niður,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt. „Það hafa komið svona þrjár myndarlegar hviður af jarðskjálftum í nótt en inn á milli róast.“

Innlent
Fréttamynd

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftarnir líkjast undan­fara eld­goss

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­þægi­legt að fá skjálfta­hrinu rétt fyrir jól

Grind­víkingar taka skjálfta­hrinunni sem nú gengur yfir á Reykja­nesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir há­tíðirnar. Hún vekur þó upp ó­þægi­legar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjar­stjórans.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem meðal annars mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina

Viðvörunarstig vegna Grímsvatna hefur verið fært yfir í appelsínugulan lit fyrir alþjóðaflug vegna skjálftavirkni sem hófst á svæðinu í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir engan gosóróa mælast á svæðinu að svo stöddu en ekki sé hægt að útiloka neitt þegar kemur að Grímsvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,6 að stærð í Gríms­vötnum

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu

Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar flýja undan öskufalli úr Semeru

Íbúar á indónesísku eyjunni Java flýja nú heimili sín eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu en þetta er annað eldgosið á eyjunni á aðeins nokkrum mánuðum. 

Erlent
Fréttamynd

Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa

Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár

Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Innlent