Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2023 11:27 Sólarupprásin í morgun. Sævar Helgi Bragason. Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Þann 15. janúar fyrir rétt rúmu ári síðan varð gríðarlega kraftmikið eldgos í Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallinu. Eldgosið var svo kröftugt að höggbylgju frá gosinu varð vart um allan heiminn, meðal annars hér á landi eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Haʻapai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Þetta eru hins vegar ekki einu áhrifin sem sprengigosið öfluga hafði eða hefur á Ísland. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, sem heldur úti vefsíðunni Hungurdiskar, bendir til að mynda á að síðustu daga hafi borið á „óvenjulegum litbrigðum himinsins í heiðríkjunni,“ sem sé greinilegast við sólarupprás og sólarlag. „Langlíklegasta ástæðan er sú að vatn úr eldgosinu mikla á Tonga-eyjum fyrir ári (15. janúar 2022) hefur loksins náð til heiðhvolfsins hér á norðurslóðum. Hugsanlega eru einhver gosefni önnur einnig á ferð,“ skrifar Trausti. Falleg silfurlituð ský Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tekur undir skrifa Trausta á Twitter og bendir Íslendingum á að horfa eftir sólarupprás og sólarlagi. Aska og vatnsgufa í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga sprengigosinu í fyrra býr til fallega sólarupprás og sólsetur þessi dægrin. Háskýin frá gosinu eru hálfpartinn silfurlituð að sjá. Líttu eftir þeim nú í morgunsárið. Ht @hungurdiskar pic.twitter.com/Udwsejly3Y— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 19, 2023 „Gosið sem varð í janúar í fyrra var svo öflugt að það þeytti gífurlegu magni af bæði vatnsgufu og ösku í heiðhvolfið okkar. Svo sjá háloftavindar um að það að dreyfa því um alla jörð. Það er það sem litar sólsetrið okkar og býr til þessu fallegu silfurlituðu ský sem fólk hefur kannski tekið eftir undanfarið,“ útskýrir Sævar Helgi í samtali við Vísi. Trausti bendir einnig á í færslu á Hungurdiskum að vart hafi orðið við svipað fyrirbrigði eftir eldgosið kröftuga í Pinatubo-fjalli á Filippseyjum í júní 2018. „Gosið mikla sem varð í Pinatubofjalli á Filippseyjum í júní 1991 olli miklum breytingum á útliti himinsins hér á landi - strax í október það ár og var útlitsbreytingin greinanleg hátt á annað ár - en þá var mikið magn ösku líka á ferð, auk vatnsgufu. Samskipti suður- og norðurhvela jarðar ganga hægt fyrir sig - tæpa fjóra mánuði tók að koma efninu úr Pinatubo hingað norður, en það hefur tekið um ár fyrir efnið úr Tonga-gosinu,“ skrifar Trausti. Lofthjúpurinn hreinsar sig á endanum en óvíst hvenær Sævar Helgi segir óvitað hversu lengi þessara áhrifa verði vart á Íslandi. „Svo er spurning hversu lengi þetta varið. Lofthjúpurinn að lokum hreinsar sig en það gæti tekið einhver ár eins og þekkt er eftir stór eldgos,“ segir Sævar Helgi. Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa tekið eftir litskrúðugri sólarupprás eða sólarlagi. Síðastliðið sumar var fjallað um ægifögur sólsetur á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, sem rakin voru til gosefna úr eldgosinu umrædda. Vísindamenn hafa rannsakað eldgosið mikla í Hunga Tonga Hunga Ha'apai-eldfjallinu síðastlið ár. Meðal annars hefur komið í ljós að annar eins fjöldi eldinga hafi aldrei mælst á sama svæði á jafn skömmum tíma og í eldgosinu kröftuga. Veður Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. 19. janúar 2022 12:16 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Þann 15. janúar fyrir rétt rúmu ári síðan varð gríðarlega kraftmikið eldgos í Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallinu. Eldgosið var svo kröftugt að höggbylgju frá gosinu varð vart um allan heiminn, meðal annars hér á landi eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Haʻapai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Þetta eru hins vegar ekki einu áhrifin sem sprengigosið öfluga hafði eða hefur á Ísland. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, sem heldur úti vefsíðunni Hungurdiskar, bendir til að mynda á að síðustu daga hafi borið á „óvenjulegum litbrigðum himinsins í heiðríkjunni,“ sem sé greinilegast við sólarupprás og sólarlag. „Langlíklegasta ástæðan er sú að vatn úr eldgosinu mikla á Tonga-eyjum fyrir ári (15. janúar 2022) hefur loksins náð til heiðhvolfsins hér á norðurslóðum. Hugsanlega eru einhver gosefni önnur einnig á ferð,“ skrifar Trausti. Falleg silfurlituð ský Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tekur undir skrifa Trausta á Twitter og bendir Íslendingum á að horfa eftir sólarupprás og sólarlagi. Aska og vatnsgufa í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga sprengigosinu í fyrra býr til fallega sólarupprás og sólsetur þessi dægrin. Háskýin frá gosinu eru hálfpartinn silfurlituð að sjá. Líttu eftir þeim nú í morgunsárið. Ht @hungurdiskar pic.twitter.com/Udwsejly3Y— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 19, 2023 „Gosið sem varð í janúar í fyrra var svo öflugt að það þeytti gífurlegu magni af bæði vatnsgufu og ösku í heiðhvolfið okkar. Svo sjá háloftavindar um að það að dreyfa því um alla jörð. Það er það sem litar sólsetrið okkar og býr til þessu fallegu silfurlituðu ský sem fólk hefur kannski tekið eftir undanfarið,“ útskýrir Sævar Helgi í samtali við Vísi. Trausti bendir einnig á í færslu á Hungurdiskum að vart hafi orðið við svipað fyrirbrigði eftir eldgosið kröftuga í Pinatubo-fjalli á Filippseyjum í júní 2018. „Gosið mikla sem varð í Pinatubofjalli á Filippseyjum í júní 1991 olli miklum breytingum á útliti himinsins hér á landi - strax í október það ár og var útlitsbreytingin greinanleg hátt á annað ár - en þá var mikið magn ösku líka á ferð, auk vatnsgufu. Samskipti suður- og norðurhvela jarðar ganga hægt fyrir sig - tæpa fjóra mánuði tók að koma efninu úr Pinatubo hingað norður, en það hefur tekið um ár fyrir efnið úr Tonga-gosinu,“ skrifar Trausti. Lofthjúpurinn hreinsar sig á endanum en óvíst hvenær Sævar Helgi segir óvitað hversu lengi þessara áhrifa verði vart á Íslandi. „Svo er spurning hversu lengi þetta varið. Lofthjúpurinn að lokum hreinsar sig en það gæti tekið einhver ár eins og þekkt er eftir stór eldgos,“ segir Sævar Helgi. Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa tekið eftir litskrúðugri sólarupprás eða sólarlagi. Síðastliðið sumar var fjallað um ægifögur sólsetur á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, sem rakin voru til gosefna úr eldgosinu umrædda. Vísindamenn hafa rannsakað eldgosið mikla í Hunga Tonga Hunga Ha'apai-eldfjallinu síðastlið ár. Meðal annars hefur komið í ljós að annar eins fjöldi eldinga hafi aldrei mælst á sama svæði á jafn skömmum tíma og í eldgosinu kröftuga.
Veður Vísindi Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. 19. janúar 2022 12:16 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05
Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. 19. janúar 2022 12:16
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54