Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2023 09:39 Heimaey 25. janúar 1973 á þriðja degi eldgossins. Mynd/Sigurjón Einarsson flugstjóri. Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira