Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2023 05:51 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins árið 1973, fyrir hálfri öld. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30. Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Slydda og snjókoma fyrir norðan Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Dagskrá gosdagsins hefst raunar í Eldheimum á öðrum tímanum í nótt, um líkt leyti og eldgosið hófst fyrir hálfri öld. Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í um það bil tíu mínútur í hvert skipti. Lesturinn hefst klukkan 01:30 og mun standa til 19:00. Lesturinn verður í beinu streymi á netinu. Klukkan 12 á hádegi á morgun hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Einnig verður rætt um þá viðburði sem efnt verður til á árinu, bæði vegna 50 ára afmælis Heimaeyjargossins en einnig vegna 60 ára afmælis Surrseyjargossins. Hraunið byrjaði að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndin var tekin 25. janúar, á þriðja degi eldgossins.Ingvar Friðleifsson Í Einarsstofu stendur yfir sýning undir yfirskriftinni ,,Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum”. Meðal verka til sýnis er frægasta málverk Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja nokkur verk. Sýningin verður opin út vikuna á opnunartíma bókasafnsins. Klukkan 14 verður eldri borgurum boðið í Eyjabíó. Sýnd verður heimildarmyndin Útlendingur heima, uppgjör við eldgos eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttir og Sighvat Jónsson. Samverustund hefst á Bókasafninu klukkan 16 í Ingólfsstofu. Þar er gestum boðið að eiga notalega stund, prjóna eða hekla saman, og koma með hugmyndir í tengslum við verkefnið Handgerðar veifur á Goslokahátíð 2023. Í Sagnaheimi klukkan 16:30 verða nemendur leikskólanna í Eyjum og grunnskólans með sýningu: ,,Heimaeyjargosið 1973 með augum yngstu íbúanna.'' Hápunkturinn verður um kvöldið. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna sem upplifðu hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Slydda og snjókoma fyrir norðan Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira