Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 18:21 Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Kristinn Ingvarsson Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum. Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum.
Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira