Innlent

Snarpur skjálfti í Mýr­dals­jökli

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjálftar eru ekki óalgengir í jöklinum.
Skjálftar eru ekki óalgengir í jöklinum. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærðinni 3,2 varð klukkan 21:13 í kvöld í Mýrdalsjökli. 

Síðast mældust þrír skjálftar yfir þremur í jöklinum í október en skjálftar sem þessir eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. 

Fáeinir minniháttar skjálftar eru sagðir hafa fylgt í kjölfarið en engar tilkynningar hafi borist um það að fólki hafi orðið vart við skjálftann. 

hér má sjá skjálftakort Veðurstofunnar.Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×