Leikhús Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Innlent 23.9.2022 11:45 Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Innlent 22.9.2022 20:00 „Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. Innlent 22.9.2022 14:51 „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Innlent 21.9.2022 22:16 Hjóli Gísla Arnar stolið þrátt fyrir lás af dýrustu gerð Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu. Innlent 21.9.2022 11:36 „Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. Makamál 20.9.2022 11:30 Börnin í sýningunni fóru saman í dansbúðir í Bretlandi „Nú þegar haustið er mætt með tilheyrandi rigningu og roki er tilvalið fyrir fjölskyldur landsins að skella sér í leikhús,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari. Lífið 19.9.2022 17:30 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. Atvinnulíf 17.9.2022 10:01 Gísli Örn stendur við stóru orðin og gefur tekjurnar Leikarinn Gísli Örn Garðarsson ákvað við byrjun æfinga á verkinu Ég hleyp, að gefa allar sínar tekjur til góðgerðamálefna. Lífið 12.9.2022 17:27 Bjössi í Mínus merkti sig Bubba að eilífu Tónlistarmennirnir og félagarnir Bubbi Morthens og Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér saman í tattoo. Lífið 7.9.2022 11:42 Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. Lífið 5.9.2022 11:37 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. Innlent 4.9.2022 14:10 „Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 3.9.2022 11:30 Bótagreiðslur kirkjunnar fari í sjóð tileinkaðan hinsegin fólki Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa. Lífið 26.8.2022 08:32 Kirkja í Texas sögð hafa sýnt söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi Kirkja í Texas er sögð hafa breytt og bætt við texta í uppsetningu á hinum geysi vinsæla Broadway söngleik „Hamilton.“ Kirkjan er sögð hafa bætt við atriði þar sem Alexander Hamilton iðrist synda sinna og biðji Guð fyrirgefningar. Lífið 16.8.2022 23:32 Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01 Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Innlent 27.7.2022 21:04 Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22.7.2022 12:19 Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51 Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12.7.2022 11:20 „Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Menning 7.7.2022 13:30 Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4.7.2022 15:01 Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49 „Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23.6.2022 13:01 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Lífið 21.6.2022 22:00 Bassi tók alla athyglina í leiklistartíma hjá Þorsteini Bachmann Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 20.6.2022 14:31 Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. Lífið 16.6.2022 11:52 „Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. Lífið 16.6.2022 06:00 Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56 Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 27 ›
Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Innlent 23.9.2022 11:45
Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Innlent 22.9.2022 20:00
„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. Innlent 22.9.2022 14:51
„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Innlent 21.9.2022 22:16
Hjóli Gísla Arnar stolið þrátt fyrir lás af dýrustu gerð Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu. Innlent 21.9.2022 11:36
„Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. Makamál 20.9.2022 11:30
Börnin í sýningunni fóru saman í dansbúðir í Bretlandi „Nú þegar haustið er mætt með tilheyrandi rigningu og roki er tilvalið fyrir fjölskyldur landsins að skella sér í leikhús,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari. Lífið 19.9.2022 17:30
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. Atvinnulíf 17.9.2022 10:01
Gísli Örn stendur við stóru orðin og gefur tekjurnar Leikarinn Gísli Örn Garðarsson ákvað við byrjun æfinga á verkinu Ég hleyp, að gefa allar sínar tekjur til góðgerðamálefna. Lífið 12.9.2022 17:27
Bjössi í Mínus merkti sig Bubba að eilífu Tónlistarmennirnir og félagarnir Bubbi Morthens og Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér saman í tattoo. Lífið 7.9.2022 11:42
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. Lífið 5.9.2022 11:37
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. Innlent 4.9.2022 14:10
„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 3.9.2022 11:30
Bótagreiðslur kirkjunnar fari í sjóð tileinkaðan hinsegin fólki Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa. Lífið 26.8.2022 08:32
Kirkja í Texas sögð hafa sýnt söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi Kirkja í Texas er sögð hafa breytt og bætt við texta í uppsetningu á hinum geysi vinsæla Broadway söngleik „Hamilton.“ Kirkjan er sögð hafa bætt við atriði þar sem Alexander Hamilton iðrist synda sinna og biðji Guð fyrirgefningar. Lífið 16.8.2022 23:32
Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10.8.2022 14:01
Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Innlent 27.7.2022 21:04
Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22.7.2022 12:19
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21.7.2022 08:51
Lea Michele mun leika Fanny Brice Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi. Lífið 12.7.2022 11:20
„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Menning 7.7.2022 13:30
Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4.7.2022 15:01
Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. Viðskipti innlent 28.6.2022 10:49
„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23.6.2022 13:01
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Lífið 21.6.2022 22:00
Bassi tók alla athyglina í leiklistartíma hjá Þorsteini Bachmann Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 20.6.2022 14:31
Sviðslista-elíta landsins geislaði á Grímunni Það er óhætt að segja að Þjóðleikhúsið hafi skartað sínum fegurstu fjöðrum síðasta þriðjudagskvöld þegar sviðslistafólk Íslands kom saman á Grímunni. Lífið 16.6.2022 11:52
„Hann langaði að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu“ „Þetta er ekkert svo flókið, að vera til,“ segir Hallgrímur Ólafsson í hlaðvarpsþættinum Jákastið þegar þeir Kristján byrja að ræða um jákvæðnina. Lífið 16.6.2022 06:00
Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Menning 14.6.2022 21:56
Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. Menning 7.6.2022 20:47