Leikhús

Fréttamynd

Upplifði sig týnda og átti fáa vini

„Í grunnskóla var ég algjör mús,“ segir leikkonan, samfélagsmiðlastjarnan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir. Kristín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi. Þar ræðir hún meðal annars um skólagöngu sína. „Ég fann mig illa þar,“ segir Kristín.

Lífið
Fréttamynd

Lag sem leitar að tilgangi lífsins

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins.

Tónlist
Fréttamynd

Rétturinn til að standa á sviði

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu

Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grease tónleikasýning í Laugardalshöllinni

Grease tónleikasýningin sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. október, mun laða fram allt það helsta úr söngleiknum. Tónlistin í flutningi Stuðlabandsins, allir hópdansarnir, sagan og stemningin í frábærri leikstjórn Gretu Salóme í umgjörð sem ekki hefur sést hingað til hérlendis.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Hvað er það versta sem gæti gerst?“

Án þess að hafa séð sýninguna og án þess að þykjast hafa hugmynd um það hvernig er að vera manneskja með fötlun þá langar mig að leggja nokkur orð í belg varðandi „Stóra Þjóðleikhúsmálið“. Þessum pistli er ekki beint að neinum persónulega og kannski er hann einhvers konar viðbragð við viðbrögðum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“

Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 

Innlent
Fréttamynd

„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“

Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002.

Lífið
Fréttamynd

Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu

Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús.

Innlent
Fréttamynd

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum

„Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins.

Menning
Fréttamynd

Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal

Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli.

Innlent