Bergur Þór nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. maí 2024 12:20 Hann tekur við af Mörtu Nordal sem gegnt hefur starfinu síðastliðin sex ár. Vísir/Samsett Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gegnt starfinu síðustu í sex árin. Bergur Þór útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Hann hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000 og hefur leikið þar fjölmörg hlutverk. Í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar kemur fram að hann hafi getið sér gott orð sem leikstjóri en á meðal stórsýninga sem hann hefur leikstýrt eru Mary Poppins, Deleríum búbónis, Billy Elliot og Matthildur. Hann hefur einnig starfað í kvikmyndum og sjónvarpi og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. „Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem framundan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ er haft eftir Bergi Þór í tilkynningunni. Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar segir mikinn feng fyrir Menningarfélagið að fá Berg til starfa. „Hann kemur með mikla þekkingu og reynslu af starfi leikhúsa og hefur verið afar farsæll í sínum störfum. Ég hlakka mikið til samstarfsins og að sjá Berg í nýju hlutverki hér fyrir norðan,“ er haft eftir Evu Hrund. Leikhús Akureyri Vistaskipti Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bergur Þór útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Hann hefur verið fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árinu 2000 og hefur leikið þar fjölmörg hlutverk. Í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar kemur fram að hann hafi getið sér gott orð sem leikstjóri en á meðal stórsýninga sem hann hefur leikstýrt eru Mary Poppins, Deleríum búbónis, Billy Elliot og Matthildur. Hann hefur einnig starfað í kvikmyndum og sjónvarpi og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. „Það er mikill heiður og viðurkenning að vera treyst fyrir svo merkri og mikilvægri menningarstofnun sem L.A. er. Ég tek við leikhúsi í toppstandi eftir Mörtu Nordal, hef átt í frábærum samskiptum við verðandi samstarfsfólk mitt hjá MAK og finn til mikillar eftirvæntingar fyrir því sem framundan er. Akureyri er yndislegur, fallegur og spennandi bær. Ég hlakka til að flytja norður og setja upp skemmtilegar, áríðandi og lifandi leiksýningar. Nú verður gaman,“ er haft eftir Bergi Þór í tilkynningunni. Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar segir mikinn feng fyrir Menningarfélagið að fá Berg til starfa. „Hann kemur með mikla þekkingu og reynslu af starfi leikhúsa og hefur verið afar farsæll í sínum störfum. Ég hlakka mikið til samstarfsins og að sjá Berg í nýju hlutverki hér fyrir norðan,“ er haft eftir Evu Hrund.
Leikhús Akureyri Vistaskipti Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira