Lífið

Út­hverfa­mamma með full­komnunar­á­ráttu og pillu­fíkill

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Vigdís leikur Mary Jane.
Jóhanna Vigdís leikur Mary Jane.

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á dögunum en hann byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins.

Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við You Oughta Know, You Learn og Ironic eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins.

Sindri Sindrason kynnti sér verkið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Þú getur sent pillur, þetta er vísun í það í samskiptum að fólk sendir manni pillur. Móðirin í þessu verki, sem Hansa leikur, er meistari í því að senda eitraðar pillur,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikstjóri, verksins.

„Mín persóna heitir Mary Jane og hún er svona úthverfadrottningin, ofurmamma. Hún er miðaldra með fullkomnunaráráttu. Hún lendir í bílslysi og fær ópíðóða til að slá á verkina og ánetjast því ,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem leikur úthverfamömmuna, pillufíkilinn.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. 

Klippa: Eitruð lítil pilla komin á svið í Borgarleikhúsinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×