Lofar breyttu lífi með fyrirvara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 20:43 Frímann Gunnarsson frumsýndi 11 spor - til hamingju! í kvöld. Vísir/Sigurjón Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra. „Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“ Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég verð með alls konar grín, vandað grín. Tónlist, ég syng mín uppáhaldslög. Ég er með tónlistarmann sem ég man ekki hvað heitir með mér. Svo er það fyrirlesturinn, ellefu spor til hamingju,“ segir Frímann. Hann segist þó ekki mega lofa því að breyta lífi sýningargesta og gerir stjörnumerki með hendinni til að gefa fyrirvara í skyn. „Til að koma í veg fyrir málsókn verð ég að gera fyrirvara,“ segir hann og hlær. Í kynningarefni sýningarinnar er eftirfarandi fyrirvari: FYRIRVARI: *Velgengni og árangur eru ekki tryggð og Frímann Gunnarsson og eignarhaldsfélagið Gratia mentis ehf. fría sig allri ábyrgð á að fyrirlesturinn geri þátttakendur hamingjusamari en þeir voru fyrir þátttöku, enda er hamingjan ekki tæknilega mælanleg eining. Mælt er með því að hver og einn þátttakandi sé í það minnsta sátt/ur með líf sitt fyrir þátttöku og eigi ekki við skæða tilvistarkreppu að stríða. Síkum tilfellum er bent á að tala við lærða sérfræðinga í slíkum efnum, þó svo að flestir sem gefa sig út fyrir að vera það séu ekki starfi sínu vaxnir. Það er semsagt mælt með því að sýningargestir komi í það minnsta sáttir með líf sitt á sýninguna og lausir við skæða tilvistarkreppu svo hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni. „Ef að þið komið mjög hamingjusöm á þessa sýningu þá get ég lofað því að þið farið allavegana ekki minna hamingjusöm út af henni og ég þarf ekki að setja fyrirvara við þetta,“ segir Frímann og bætir svo við: „Ef þið eruð ekki mjög hamingjusöm þá er fyrirvari.“ Árið 2017 vorum við fjórða þunglyndasta þjóð í Evrópu. Fannstu til ábyrgðar að halda sýningu eins og þessa? „Nei, nei. Ég ber ekki ábyrgð á andlegu ástandi þjóðarinnar. Alls ekki. Ég skil ekki hvaða ásökun þetta er. En ég mun auðvitað reyna mitt besta og þessi þjóð er auðvitað mjög gölluð en ég ber ekki ábyrgð á því. Af hverju varstu að halda því fram?“ Frímann stærir sig af því að honum hafi tekist að sneiða heilt spor af vegferðinni til hamingjunnar. Það sé spori færra en ónefnd tólfsporasamtök. Hann er þannig að spara fólki heilt spor. Er svona löng leið að hamingjunni? „Styttri hjá mér. Miklu styttra alveg. Tæp tíu prósent styttri. Það er eiginlega einu sinni hægt að setja verðmiða á það það er það mikið hagstæðra.“
Menning Leikhús Grín og gaman Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið