Lífið á Vísi leitaði til fjölda álitsgjafa sem tilnefndu íslenska einstaklinga á sjötugsaldri sem eiga það sameiginlegt að búa yfir einstökum persónutöfrum og sjarma.
Hinrik Ólafsson leikari (1963)
„Hinrik er ljúfmennið uppmálað líkt og allir sjá þegar hann horfa djúpt í augun á þeim.“
„Mesta sjarmatröll sem sögur fara af!“

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fjölmiðlakona (1962)
„Jóhanna má vera á skjánum mínum alla daga, allan daginn. Fáar konur sem eru jafn heillandi.“
„Glaðleg, hláturmild og dásamleg.“

Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri (1954)
„Fágun og mystík sem heillar hverja konu upp úr skónum.“
„Enginn sem er eins skemmtilegur og hann Friðrik!“

Sigmundur Erni rúnarsson fjölmiðlamaður og rithöfundur (1961)
„Hans glettna bros kemur manni alltaf til að brosa.
„Það er eitthvað við hann Sigmund, hann er alltaf í góðu skapi, hann er allra manna bestur.“

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, tónlistarkona (1955)
„Diddú lýsir upp hvert og eitt rými sem hún kemur inn í. Útgeislun hennar og nærvera fyllir mann af hlýju.“
„Fáguð, fríð og framúrskarandi tónlistarkona með bros sem nær til augnanna.“

Unnur Steinsson fegurðardrottning (1963)
„Fegurðin, fágunin og glæsileikinn uppmáluð.“
„Það vita allir sem þekkja til unnar að hún lýsir upp herbergið um leið og hún mætir á svæðið. Heillandi bros og góða nærvera.“

Ragga Gísla tónlistarkona (1956)
„Skemmtilegasta tónlistarkonan fyrr og síðar. Hún heillar allan salinn með sviðsframkomu sinni, stóískri ró en gefur á sama tíma svo mikla orku.“
„Gleðisprengja Ragga Gísla er engum lík. Heillandi töffari sem gefur lífinu lit.“

Helgi Björnsson (1958)
„Hressasti maður landsins sem fær alla með sér í gírinn. Hver elskar ekki Helga fokking Björns?“
„Helgi er einn mesti töffari landsins sama hversu gamall hann er.“

Sigga Beinteins tónlistarkona (1962)
„Blíða brosið og húmorinn upp á tíu.“
„Það eru fáar konur jafn sjarmerandi og Sigga. Svo held ég að hún eigi Íslandsmet í að koma landsmönnum í gott skap og húrrandi dansgír.“

Örn Árnason leikari (1959)
„Hans einlæga bros og húmor er einstaklega sjarmerandi. Svo er hann líka svo einstaklega skemmtilegur.“
„Það má ekki gleyma að allir elska afa á skjánum. Afi okkar allra sem við elskum.“

Bubbi Morthens (1956)
„Sexí töffari!“
„Bubbi er engum líkur. Ekki bara tónlistarmaður þjóðarinnar, heldur algjört sjarmatröll í persónu.“

Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona (1962)
„Ekki bara skemmtileg á hvíta tjaldinu. Sú allra besta.“
„Það eru fáir sem búa yfir slíkum persónuleika og húmor. Eiginlega enginn.“

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar (1963)
„Ekki bara ein af snjöllustu viðskiptakonum landsins, heldur líka fáránlega sjarmerandi og skemmtileg.“
„Það gerist eitthvað þegar Ágústa stígur inn í herbergið. Þvílíkur þokki!“
