Eins árs leikhússkóli fyrir ungt fólk stofnaður í Þjóðleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 13:20 Vala Fannell er skólastjóri skólans. Mynd/Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið hefur sett á laggirnar nýjan leikhússkóla fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 22 ára. Skólinn er fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á leikhúsi, til að kynna sér leikhús frá ólíkum hliðum og efla færni sína og þekkingu. Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif. Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Skólinn tekur til starfa í haust og inntökuferli hefst nú í maí. Skólagjöld fyrir veturinn 2024-2025 eru kr. 75.000 á önn. Allt að 18 umsækjendur verða teknir inn ár hvert og kemur fram í tilkynningu að lögð verði áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika í inntöku. Námið nær yfir eitt ár, haustönn hefst í byrjun september og vorönn lýkur í byrjun júní. Kennt er tvisvar í viku, tvo tíma í senn, auk heimavinnu, leikhúsferða, vinnusmiðju, heimsókna á æfingar í leikhúsinu og þriggja vikna æfingaferlis í lok vorannar. Umsóknarfrestur til 3. júní Skráning í viðtöl og inntökuprufur Leikhússkóla Þjóðleikhússins fyrir leikárið 2024-25 er hafin á leikhusid.is. Tekið verður við umsóknum frá einstaklingum fæddum á árunum 2002-2006. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2024. Aðstandendur skólans. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að í skólanum verði boðið upp á faglega eins árs leikhúsmenntun fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára. Nemendur fái í skólanum innsýn og kynningu á hinum ólíku störfum í leikhúsinu, meðal annars hönnun leikmynda, búninga, lýsingar og hljóðs, sviðstækni, sýningarstjórn, leikritun, leikstjórn og leiklist. Þannig muni nemendur öðlast víðtæka þekkingu á listforminu og fá tækifæri til að kynnast sjálfu sér sem listafólki og styrkja sýn sína, færni og áhuga. Námið er einstaklingsmiðað og byggist á að virkja sjálfstæða hugsun nemenda í skapandi samvinnu, með leiðsögn frá kennara, í faglegu umhverfi. Búa til leiksýningu Þótt svo að um sé að ræða einstaklingsmiðað nám mynda nemendur einnig leikhóp þar sem þau eiga að taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Saman vinnur hópurinn að sýningu yfir veturinn sem verður í lok vetrar sýnd í Þjóðleikhúsinu. Í gegnum námið mynda nemendur leikhóp þar sem þau taka að sér ólík störf eftir áhugasviði hvers og eins. Hópurinn vinnur að sýningu yfir veturinn, samhliða námskeiðum og fræðslu, sem í lok vetrar verður sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Vala stýrir Fram kemur í tilkynningu að skólastjóri og aðalkennari leikhússkólans sé Vala Fannell. Hún lærði leiklist og leikstjórn í London og lauk MA-námi í listkennslu frá LHÍ. Vala hefur kennt leiklist á öllum skólastigum og byggði upp nýja sviðslistabraut við Menntaskólann á Akureyri. Auk Völu kemur listafólk úr Þjóðleikhúsinu að kennslunni, meðal annars mun Ilmur Stefánsdóttir kenna leikmyndahönnun, Filippía I. Elísdóttir búningahönnun, Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnun, Brett Smith hljóðhönnun, Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjórnun og Matthías Tryggvi Haraldsson handritaskrif.
Leikhús Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira