Lífið

„Á­byrgðin mikil“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Örn leikstýrir og þær Hildur Vala og Vala Kristín fara með aðalhlutverkin.
Gísli Örn leikstýrir og þær Hildur Vala og Vala Kristín fara með aðalhlutverkin.

Frost er komið á svið í Þjóðleikhúsinu og hitti Sindri Sindrason leikkonurnar Hildi Völu Baldursdóttur og Völu Kristínu Eiríksdóttur og leikstjórann Gísla Örn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Þetta er bara geggjuð sýning sem við vorum að frumsýning og hún er full af gleði, húmor og leikhústöfrum,“ segir Hildur.

Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disney-kvikmynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtust nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar.

„Þetta er svo gaman og svo mikið ævintýri. Þetta kom mjög óvænt upp í fangið á mér. Ég ætlaði ekkert að fara gera Frozen en svo var bara haft samband við mig frá Disney-samsteypunni og ég spurður hvort ég væri til í að taka þátt í þessu verkefni og gera Frost á Norðurlöndunum. Og þá bara eins og allir eldhugar hugsar maður bara, hví ekki?,“ segir Gísli Örn.

„Við vorum orðnar frekar stálpaðar þegar þessi mynd kemur út en ég sá hana. En ef Litla Hafmeyjan eða Aladdín hefðu verið sett upp þegar ég var lítil hefði ég urlast og því er ábyrgðin mikil,“ segir Vala Kristín.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Ábyrgðin mikil





Fleiri fréttir

Sjá meira


×