Fjögurra ára rússíbanareið að baki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. maí 2024 07:01 Þau Ólafur Egilsson og Esther Talía tóku á móti blaðamanni á heimili sínu til að ræða ótrúlega vegferð sýningarinnar Níu líf. Vísir/Vilhelm Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. „Þetta verður tilfinningarík stund, það er alveg á hreinu. Við verðum líklega öll bara hágrátandi og skjálfandi. Við erum orðin náin leikhúsfjölskylda og búin að mynda tengslin og það er búið að ganga á svo miklu, þetta hefur verið svo langur timi, þannig að þetta verður algjör rússíbani,“ segir Esther Talía. Leikarahjónin settust niður með blaðamanni á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur til þess að ræða þessi miklu tímamót. Ólafur hefur brugðið sér í ýmis hlutverk í sýningunni auk þess að skrifa hana og leikstýra. Esther hefur farið með nokkur hlutverk og ekki misst af einni sýningu. Hér fyrir neðan ber að líta myndband Borgarleikhússins við Hiroshima í flutningi Björns Stefánssonar þar sem farið er yfir síðustu fjögur ár sýningarinnar. Klippa: Níu líf - Hiroshima Níu líf hefur fyrir löngu slegið aðsóknarmet á Íslandi og nú er bara lokaspretturinn eftir, tæpar tuttugu sýningar, sem flestar eru nú þegar seldar upp. Gengið hefur á ýmsu, heimsfaraldur setti til að mynda strik í reikninginn eftir einungis þrjár sýningar en þau hjónin segja sýningarnar eftir að allt opnaði á ný þær ótrúlegustu sem þau hafi upplifað. „Við munum gera ráð fyrir svona mini taugaáfalli þegar við klárum þetta loksins,“ segir Ólafur hlæjandi. „Það er eins með öll tímamót einhvern veginn, það er bæði sorg yfr því að eitthvað sé liðið en líka gleði, það tókst vel til og nú tekur eitthvað annað við.“ Þau segja að sig hafi ekki órað fyrir því í upphafi að sýningin yrði svo vinsæl eins og raun ber vitni og ekki að hún yrði enn í gangi fjórum árum síðar. „Við vissum náttúrulega alltaf að Bubbi á streng í þjóðarsálinni, þannig við vissum að hans aðdáendur myndu sannarlega mæta. En við kannski, og auðvitað vonaði maður að sýningin félli í kramið en okkur óraði ekki fyrir þessu,“ segir Ólafur og Esther tekur undir. Ekki vantað Esther á eina sýningu „Það verða ekki fleiri sýningar!“ segir Ólafur hlæjandi. „Þetta eru þær allra síðustu og ef fólk ætlar ekki að missa af þessu þá þarf það að kaupa miða í dag,“ segir hann og viðurkennir að þetta sé orðið ansi langur tími, þó hver og ein sýning sé alltaf skemmtileg og einstök. Ólafur hefur þó ekki verið til staðar á þeim öllum en það hefur Esther hinsvegar gert, á 233 talsins. „Ég er sú eina, held ég alveg örugglega af öllum hópnum, líka hljómsveitinni, sem hefur tekið allar þessar sýningar,“ segir Esther. Hún fer með nokkur hlutverk, þar á meðal móður Bubba og Hrafnhildi konuna hans. Hvernig í ósköpunum tókst þér það? „Ég bara veit það ekki,“ segir Esther hlæjandi. „Ég var bara heppin að verða lasin á réttum tíma. Svo þegar það kom í ljós að ég er sú eina sem var búin að taka þetta allt þá hugsaði ég bara: „Nei, ókei, ég ætla að vinna þennan leik!“ Afrek Estherar verður líklega seint toppað. Vísir/Vilhelm Eftirminnilegast þegar Bubbi mætti í fyrsta sinn Það stendur ekki á svörum þegar hjónin eru spurð að því hvaða sýning hafi hingað til verið sú eftirminnilegasta, af öllum 233. Það hafi verið fyrsta sýningin, æfingarrennsli, þegar Bubbi mætti til að berja verkið augum í fyrsta sinn. „Það var ansi spennuþrungin, tilfinningarík stund og andrúmsloftið var svo magnþrungið. Það voru bara allir með hjartað í buxunum,“ segir Esther. Ólafur segist sérstaklega muna eftir því að hafa setið aftast í salnum og fylgst með viðbrögðum Bubba en líka sjónvarpskonunnar Völu Matt sem sat við hlið Bubba. „Þá hafði ég haft samband við hana, af því að henni bregður fyrir í sýningunni og ég vildi láta alla vita sem bregður fyrir, eins og Björgvin Halldórsson, Silju Aðalsteins og allskonar fólk, biðja um leyfi og svona. Það voru allir bara jákvæðir fyrir því en Vala Matt hafði smá fyrirvara á því og sagðist eitthvað kvíðin yfir því að verið væri að gera eitthvað grín að henni svo ég bauð henni á fyrstu æfinguna,“ útskýrir Ólafur. Hann segist ekki hafa vitað það en þau Vala og Bubbi hafi þekkst vel alla sína ævi. Þau hafi sest saman og Ólafur fylgst með. Vala ræddi frumsýningu verksins við Bubba í Íslandi í dag fyrir tveimur árum síðan. „Ég sé að þau eru eitthvað aðeins að stinga saman nefjum og svo tek ég eftir því að Bubbi er náttúrulega að taka þetta allt inn en hann er líka að taka inn Völu sem er að taka inn hans sögu og Vala, verandi svona lífsglöð og opin eins og hún er, að hún náttúrulega fer þarna allt tilfinningalitrófið og Bubbi með einhvern veginn og hann upplifir sýninguna bæði út frá sínum sjónarhól og líka hennar,“ útskýrir Ólafur. „Þetta var eitthvað svo, það var eitthvað svo kosmískt og fallegt að þau skildu akkúrat sitja þarna tvö, búin að þekkjast frá því að þau voru krakkar, þekkjandi alla þessa sögu og svo náttúrulega var það ólýsanlegur léttir þegar hann stóð upp í lokin og kallar: „Þetta er geggjað!“ og gaf okkur bara græna ljósið og þumalinn upp og bara áfram. Það var algjörlega frábært.“ Hjónin segja langlíklegast sé að þau muni ekki upplifa aðra eins sýningu líkt og Níu líf.Vísir/Vilhelm Fólk eins og beljur að vori Esther segir að sýningarnar á tímum heimsfaraldurs og eftir faraldurinn hafi einnig verið eftirminnilegar. Sýningin komst meðal annars í fréttir vegna spenntra leikhúsgesta og hjónin eru sammála um að þetta hafi verið ótrúlegur tími. „Stuttu eftir að allt opnaðist þá voru þetta magnaðar sýningar. Fólk var eins og beljur að vori og mætt á djammið, í leikhúsið og það var svona trylltur andi í gangi. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt en krefjandi og fór oft næstum því úr böndunum, en sem betur fer ekki,“ segir Esther létt í bragði. Ólafur segir þetta hafa verið magnaðan tíma. Oft sem hópurinn hafi búið sig undir að fara aftur á svið en svo var öllu skellt aftur í lás með tilliti til sóttvarna, líkt og allir muni eftir. „Við vorum svo glöð þegar við fengum loksins að halda áfram og líka bara yfir því að leikhúsið héldi áfram og að lífið eins og við þekktum það væri einhvern veginn á leið aftur til baka. Þetta var orka á báða bóga og ég hef aldrei upplifað aðrar eins sýningar. Það var stundum staðið á fætur bara í miðju lagi og fólk dansandi, öskrandi, grátandi og hlæjandi allt í senn.“ Hjónin segja eftir á að hyggja það hafa verið fullkomið að sýna Níu líf á slíkum tíma, þó hann hafi verið erfiður. Sýningin hafi gefið hópnum og landsmönnum öllum von í myrkri á erfiðum tíma. „Þetta gerðist bara allt eins og það átti að gerast. Á réttum tíma og réttum stað,“ segir Esther og Ólafur tekur undir. „Já, það er best með fortíðina, ef maður er að líta um öxl að segja: „Já já þetta fór nákvæmlega eins og þetta átti að fara af því að maður breytir engu hvort sem er.“ Þau segjast svo sannarlega hafa fengið að heyra það úr ýmsum áttum að mikil gleði hafi verið með sýninguna. Margir spegli sig í henni og segir Ólafur að sýningin sé enda í raun ekki bara saga Bubba, heldur saga þjóðar. Margir tengi jafnvel þó þeir hafi aldrei haft neitt sérstakt dálæti á Bubba. Esther tekur undir það. „Einhver maður sagði einmitt við Óla: „Þessi sýning er ekki um Bubba!“ Nú? sagði Óli. Um hvern er hún? „Hún er um mig!“ Jafningjar í lífinu en ekki alltaf í leikhúsinu Þegar hjónin undirbjuggu Níu líf í aðdraganda frumsýningar 2020 voru þau saman allan sólarhringinn. Þau segja að sér hafi alltaf gengið vel að vinna saman, jafnvel þrátt fyrir að Ólafur hafi þarna allt í einu verið orðinn yfirmaður Estherar, leikstjórinn. Ólafur nefnir að þau hjón séu jafningjar í lífinu þó það sé ekki alltaf þannig í leikhúsinu. „Auðvitað tók þetta stundum á, eins og hjá öllum hjónum. Það er stundum mánudagur, stundum er föstudagur og allt það. En okkur hefur alltaf gengið vel að búa til hluti saman. Við höfum búið til tvö falleg börn saman, fallegt heimili, þú veist, þannig að þó að það gangi stundum á ýmsu í ferlinu þá er niðurstaðan yfirleitt eitthvað sem við erum sátt við.“ Esther segir hlæjandi þau hjónin stundum hafa komið heim og farið inn í sitthvort herbergið eftir langa daga. Dýnamíkin sé þó oftar en ekki mjög skemmtileg og sérstaklega þegar Ólafur hafi hlaupið í skarðið fyrir Val Frey Einarsson sem Sátti-Bubbi og leikið á móti henni í hlutverki Hrafnhildar, eiginkonu Bubba. „Þannig að við höfum fengið að upplifa það að standa saman á sviðinu í lok sýningarinnar, hún sem Hrafnhildur og ég sem Bubbi og ég fæ að syngja til hennar Með þér....er....“ segir Ólafur. „Sérðu, við munum ekki neitt,“ skýtur Esther inn í. „Með þér vil ég verða gamall!“ „Já og ganga lífsins veg,“ segir Ólafur hlæjandi. Það hlýtur að vera ansi geggjað? „Já, það er kominn einhver smá súrrealískur hringur þar, þegar við stöndum þarna uppi á fjallinu sem Hrafnhildur og Bubbi,“ segir Esther. „Og ég segi við hana: Ég elska þig.....Hrafnhildur! Þegar mig langar náttúrulega mest að segja Esther,“ segir Ólafur enn hlæjandi. Ólafur segir undanfarin ár hafa verið krefjandi en stórkostleg. Vísir/Vilhelm Verði líklega seint toppað Þau hjónin segjast vera sammála um það að þau séu tilbúin til þess að kveðja Níu líf loksins eftir fjögur ár og rúmar 230 sýningar. Það séu þó eðli málsins samkvæmt flóknar tilfinningar í spilunum. „Þetta mun alltaf eiga ákveðinn sess í hjarta manns. Maður á eftir að sakna þessarar orku. En svo er nú leikhúsið bara þannig yfirmaður að maður lærir með tímanum að sleppa. Sýningar klárast og þá er það bara búið,“ segir Esther og eiginmaður hennar tekur undir. „Það er ansi mikið þannig nefnilega. Það er svo eflandi fyrir núvitundina að vinna í leikhúsi þar sem maður setur allt í einhvern hlut og það er ekkert annað en þessi hlutur akkúrat þá og svo klárast hann og kemur aldrei aftur.“ Hjónin eru sammála um það að líklega verði Níu líf ekki toppað. Vísir/Vilhelm „Það mun ekkert ná þessu!“ skýtur Esther inn í hlæjandi. „Þú munt ekkert toppa þig aftur.“ Ólafur segist viðurkenna það að líklega muni sú stemning sem náðist á sviði með Níu lífum líklega ekki endurtaka sig á hans ferli. Hann segist hreykinn af verkinu, himinlifandi með gleði landsmanna og gleði Bubba. „Þetta er saga um tímabil og um hræringar, um frelsi einstaklingsins til þess að vera sá sem hann vill vera, um kjarkinn til að takast á við eigin örlög og standa keikur þó að maður hafi lent í ýmsu og upplifað ýmislegt. Þannig þetta eru mikilvægar sögur og ég er mjög þakklátur að fá að vera sá sem færir fólki sögurnar, með mínu góða samstarfsfólki,“ segir Ólafur. „Við erum afskaplega glöð að hafa náð að gera ferli Bubba og lífi hans og það hvað hann stendur fyrir í dag einhver skil og um leið sett fram sögu sem ég held að fólk geti samsamað sig við. Við höfum öll fallið og risið upp aftur og það er hringrás lífsins. Það fellur að og fjarar út. Að vera að koma og fara. Bæði í senn stundum.“ Menning Leikhús Helgarviðtal Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Þetta verður tilfinningarík stund, það er alveg á hreinu. Við verðum líklega öll bara hágrátandi og skjálfandi. Við erum orðin náin leikhúsfjölskylda og búin að mynda tengslin og það er búið að ganga á svo miklu, þetta hefur verið svo langur timi, þannig að þetta verður algjör rússíbani,“ segir Esther Talía. Leikarahjónin settust niður með blaðamanni á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur til þess að ræða þessi miklu tímamót. Ólafur hefur brugðið sér í ýmis hlutverk í sýningunni auk þess að skrifa hana og leikstýra. Esther hefur farið með nokkur hlutverk og ekki misst af einni sýningu. Hér fyrir neðan ber að líta myndband Borgarleikhússins við Hiroshima í flutningi Björns Stefánssonar þar sem farið er yfir síðustu fjögur ár sýningarinnar. Klippa: Níu líf - Hiroshima Níu líf hefur fyrir löngu slegið aðsóknarmet á Íslandi og nú er bara lokaspretturinn eftir, tæpar tuttugu sýningar, sem flestar eru nú þegar seldar upp. Gengið hefur á ýmsu, heimsfaraldur setti til að mynda strik í reikninginn eftir einungis þrjár sýningar en þau hjónin segja sýningarnar eftir að allt opnaði á ný þær ótrúlegustu sem þau hafi upplifað. „Við munum gera ráð fyrir svona mini taugaáfalli þegar við klárum þetta loksins,“ segir Ólafur hlæjandi. „Það er eins með öll tímamót einhvern veginn, það er bæði sorg yfr því að eitthvað sé liðið en líka gleði, það tókst vel til og nú tekur eitthvað annað við.“ Þau segja að sig hafi ekki órað fyrir því í upphafi að sýningin yrði svo vinsæl eins og raun ber vitni og ekki að hún yrði enn í gangi fjórum árum síðar. „Við vissum náttúrulega alltaf að Bubbi á streng í þjóðarsálinni, þannig við vissum að hans aðdáendur myndu sannarlega mæta. En við kannski, og auðvitað vonaði maður að sýningin félli í kramið en okkur óraði ekki fyrir þessu,“ segir Ólafur og Esther tekur undir. Ekki vantað Esther á eina sýningu „Það verða ekki fleiri sýningar!“ segir Ólafur hlæjandi. „Þetta eru þær allra síðustu og ef fólk ætlar ekki að missa af þessu þá þarf það að kaupa miða í dag,“ segir hann og viðurkennir að þetta sé orðið ansi langur tími, þó hver og ein sýning sé alltaf skemmtileg og einstök. Ólafur hefur þó ekki verið til staðar á þeim öllum en það hefur Esther hinsvegar gert, á 233 talsins. „Ég er sú eina, held ég alveg örugglega af öllum hópnum, líka hljómsveitinni, sem hefur tekið allar þessar sýningar,“ segir Esther. Hún fer með nokkur hlutverk, þar á meðal móður Bubba og Hrafnhildi konuna hans. Hvernig í ósköpunum tókst þér það? „Ég bara veit það ekki,“ segir Esther hlæjandi. „Ég var bara heppin að verða lasin á réttum tíma. Svo þegar það kom í ljós að ég er sú eina sem var búin að taka þetta allt þá hugsaði ég bara: „Nei, ókei, ég ætla að vinna þennan leik!“ Afrek Estherar verður líklega seint toppað. Vísir/Vilhelm Eftirminnilegast þegar Bubbi mætti í fyrsta sinn Það stendur ekki á svörum þegar hjónin eru spurð að því hvaða sýning hafi hingað til verið sú eftirminnilegasta, af öllum 233. Það hafi verið fyrsta sýningin, æfingarrennsli, þegar Bubbi mætti til að berja verkið augum í fyrsta sinn. „Það var ansi spennuþrungin, tilfinningarík stund og andrúmsloftið var svo magnþrungið. Það voru bara allir með hjartað í buxunum,“ segir Esther. Ólafur segist sérstaklega muna eftir því að hafa setið aftast í salnum og fylgst með viðbrögðum Bubba en líka sjónvarpskonunnar Völu Matt sem sat við hlið Bubba. „Þá hafði ég haft samband við hana, af því að henni bregður fyrir í sýningunni og ég vildi láta alla vita sem bregður fyrir, eins og Björgvin Halldórsson, Silju Aðalsteins og allskonar fólk, biðja um leyfi og svona. Það voru allir bara jákvæðir fyrir því en Vala Matt hafði smá fyrirvara á því og sagðist eitthvað kvíðin yfir því að verið væri að gera eitthvað grín að henni svo ég bauð henni á fyrstu æfinguna,“ útskýrir Ólafur. Hann segist ekki hafa vitað það en þau Vala og Bubbi hafi þekkst vel alla sína ævi. Þau hafi sest saman og Ólafur fylgst með. Vala ræddi frumsýningu verksins við Bubba í Íslandi í dag fyrir tveimur árum síðan. „Ég sé að þau eru eitthvað aðeins að stinga saman nefjum og svo tek ég eftir því að Bubbi er náttúrulega að taka þetta allt inn en hann er líka að taka inn Völu sem er að taka inn hans sögu og Vala, verandi svona lífsglöð og opin eins og hún er, að hún náttúrulega fer þarna allt tilfinningalitrófið og Bubbi með einhvern veginn og hann upplifir sýninguna bæði út frá sínum sjónarhól og líka hennar,“ útskýrir Ólafur. „Þetta var eitthvað svo, það var eitthvað svo kosmískt og fallegt að þau skildu akkúrat sitja þarna tvö, búin að þekkjast frá því að þau voru krakkar, þekkjandi alla þessa sögu og svo náttúrulega var það ólýsanlegur léttir þegar hann stóð upp í lokin og kallar: „Þetta er geggjað!“ og gaf okkur bara græna ljósið og þumalinn upp og bara áfram. Það var algjörlega frábært.“ Hjónin segja langlíklegast sé að þau muni ekki upplifa aðra eins sýningu líkt og Níu líf.Vísir/Vilhelm Fólk eins og beljur að vori Esther segir að sýningarnar á tímum heimsfaraldurs og eftir faraldurinn hafi einnig verið eftirminnilegar. Sýningin komst meðal annars í fréttir vegna spenntra leikhúsgesta og hjónin eru sammála um að þetta hafi verið ótrúlegur tími. „Stuttu eftir að allt opnaðist þá voru þetta magnaðar sýningar. Fólk var eins og beljur að vori og mætt á djammið, í leikhúsið og það var svona trylltur andi í gangi. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt en krefjandi og fór oft næstum því úr böndunum, en sem betur fer ekki,“ segir Esther létt í bragði. Ólafur segir þetta hafa verið magnaðan tíma. Oft sem hópurinn hafi búið sig undir að fara aftur á svið en svo var öllu skellt aftur í lás með tilliti til sóttvarna, líkt og allir muni eftir. „Við vorum svo glöð þegar við fengum loksins að halda áfram og líka bara yfir því að leikhúsið héldi áfram og að lífið eins og við þekktum það væri einhvern veginn á leið aftur til baka. Þetta var orka á báða bóga og ég hef aldrei upplifað aðrar eins sýningar. Það var stundum staðið á fætur bara í miðju lagi og fólk dansandi, öskrandi, grátandi og hlæjandi allt í senn.“ Hjónin segja eftir á að hyggja það hafa verið fullkomið að sýna Níu líf á slíkum tíma, þó hann hafi verið erfiður. Sýningin hafi gefið hópnum og landsmönnum öllum von í myrkri á erfiðum tíma. „Þetta gerðist bara allt eins og það átti að gerast. Á réttum tíma og réttum stað,“ segir Esther og Ólafur tekur undir. „Já, það er best með fortíðina, ef maður er að líta um öxl að segja: „Já já þetta fór nákvæmlega eins og þetta átti að fara af því að maður breytir engu hvort sem er.“ Þau segjast svo sannarlega hafa fengið að heyra það úr ýmsum áttum að mikil gleði hafi verið með sýninguna. Margir spegli sig í henni og segir Ólafur að sýningin sé enda í raun ekki bara saga Bubba, heldur saga þjóðar. Margir tengi jafnvel þó þeir hafi aldrei haft neitt sérstakt dálæti á Bubba. Esther tekur undir það. „Einhver maður sagði einmitt við Óla: „Þessi sýning er ekki um Bubba!“ Nú? sagði Óli. Um hvern er hún? „Hún er um mig!“ Jafningjar í lífinu en ekki alltaf í leikhúsinu Þegar hjónin undirbjuggu Níu líf í aðdraganda frumsýningar 2020 voru þau saman allan sólarhringinn. Þau segja að sér hafi alltaf gengið vel að vinna saman, jafnvel þrátt fyrir að Ólafur hafi þarna allt í einu verið orðinn yfirmaður Estherar, leikstjórinn. Ólafur nefnir að þau hjón séu jafningjar í lífinu þó það sé ekki alltaf þannig í leikhúsinu. „Auðvitað tók þetta stundum á, eins og hjá öllum hjónum. Það er stundum mánudagur, stundum er föstudagur og allt það. En okkur hefur alltaf gengið vel að búa til hluti saman. Við höfum búið til tvö falleg börn saman, fallegt heimili, þú veist, þannig að þó að það gangi stundum á ýmsu í ferlinu þá er niðurstaðan yfirleitt eitthvað sem við erum sátt við.“ Esther segir hlæjandi þau hjónin stundum hafa komið heim og farið inn í sitthvort herbergið eftir langa daga. Dýnamíkin sé þó oftar en ekki mjög skemmtileg og sérstaklega þegar Ólafur hafi hlaupið í skarðið fyrir Val Frey Einarsson sem Sátti-Bubbi og leikið á móti henni í hlutverki Hrafnhildar, eiginkonu Bubba. „Þannig að við höfum fengið að upplifa það að standa saman á sviðinu í lok sýningarinnar, hún sem Hrafnhildur og ég sem Bubbi og ég fæ að syngja til hennar Með þér....er....“ segir Ólafur. „Sérðu, við munum ekki neitt,“ skýtur Esther inn í. „Með þér vil ég verða gamall!“ „Já og ganga lífsins veg,“ segir Ólafur hlæjandi. Það hlýtur að vera ansi geggjað? „Já, það er kominn einhver smá súrrealískur hringur þar, þegar við stöndum þarna uppi á fjallinu sem Hrafnhildur og Bubbi,“ segir Esther. „Og ég segi við hana: Ég elska þig.....Hrafnhildur! Þegar mig langar náttúrulega mest að segja Esther,“ segir Ólafur enn hlæjandi. Ólafur segir undanfarin ár hafa verið krefjandi en stórkostleg. Vísir/Vilhelm Verði líklega seint toppað Þau hjónin segjast vera sammála um það að þau séu tilbúin til þess að kveðja Níu líf loksins eftir fjögur ár og rúmar 230 sýningar. Það séu þó eðli málsins samkvæmt flóknar tilfinningar í spilunum. „Þetta mun alltaf eiga ákveðinn sess í hjarta manns. Maður á eftir að sakna þessarar orku. En svo er nú leikhúsið bara þannig yfirmaður að maður lærir með tímanum að sleppa. Sýningar klárast og þá er það bara búið,“ segir Esther og eiginmaður hennar tekur undir. „Það er ansi mikið þannig nefnilega. Það er svo eflandi fyrir núvitundina að vinna í leikhúsi þar sem maður setur allt í einhvern hlut og það er ekkert annað en þessi hlutur akkúrat þá og svo klárast hann og kemur aldrei aftur.“ Hjónin eru sammála um það að líklega verði Níu líf ekki toppað. Vísir/Vilhelm „Það mun ekkert ná þessu!“ skýtur Esther inn í hlæjandi. „Þú munt ekkert toppa þig aftur.“ Ólafur segist viðurkenna það að líklega muni sú stemning sem náðist á sviði með Níu lífum líklega ekki endurtaka sig á hans ferli. Hann segist hreykinn af verkinu, himinlifandi með gleði landsmanna og gleði Bubba. „Þetta er saga um tímabil og um hræringar, um frelsi einstaklingsins til þess að vera sá sem hann vill vera, um kjarkinn til að takast á við eigin örlög og standa keikur þó að maður hafi lent í ýmsu og upplifað ýmislegt. Þannig þetta eru mikilvægar sögur og ég er mjög þakklátur að fá að vera sá sem færir fólki sögurnar, með mínu góða samstarfsfólki,“ segir Ólafur. „Við erum afskaplega glöð að hafa náð að gera ferli Bubba og lífi hans og það hvað hann stendur fyrir í dag einhver skil og um leið sett fram sögu sem ég held að fólk geti samsamað sig við. Við höfum öll fallið og risið upp aftur og það er hringrás lífsins. Það fellur að og fjarar út. Að vera að koma og fara. Bæði í senn stundum.“
Menning Leikhús Helgarviðtal Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira