Lífið

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ellý varð árið 2019 vinsælasta sýning Borgarleikhússins frá upphafi.
Ellý varð árið 2019 vinsælasta sýning Borgarleikhússins frá upphafi. borgarleikhúsið

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningin, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssona, naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma þar sem hver salurinn seldist upp á fætur öðrum.  

Svo vel gekk að sýningin sló áhorfendamet í Borgarleikhúsinu í júní árið 2019, en hún var frumsýnd þann 18. mars 2017. Áhorfendafjöldinn var 104.446 að lokinni lokasýningu. 

Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellyar í sýningunni og vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna í sýningunni en með önnur hlutverk fara þau Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Raggi tók jafnan sjálfur lagið á sýningunni, en hann lést í febrúar árið 2020.

Miðasala á sýninguna hefst 30. apríl. Hér að neðan má sjá flutning Katrínu Halldóru á laginu Heyr mína bæn úr sýningunni. 


Tengdar fréttir

„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“

Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.