Bandaríkin Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk. Erlent 12.11.2021 08:28 Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. Tónlist 12.11.2021 07:33 Fleiri látnir í tengslum við tónlistarhátíð Travis Scott Tuttugu og tveggja ára gamall háskólanemi lést af sárum sínum í gærkvöldi eftir að hafa slasast lífshættulega á tónlistarhátíðinni Astroworld í Bandaríkjunum. Níu hafa nú látist í tengslum við hátíðina. Erlent 11.11.2021 21:34 Monster‘s Ball-leikari látinn þrítugur að aldri Hinn bandaríski Coronji Calhoun, sem fór með hlutverk sonar persónu Halle Berry í myndinni Monster‘s Ball frá árinu 2001, er látinn, þrítugur að aldri. Lífið 11.11.2021 14:01 Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Erlent 11.11.2021 10:54 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. Erlent 11.11.2021 07:37 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Erlent 11.11.2021 07:05 Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. Erlent 10.11.2021 23:58 „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Erlent 10.11.2021 23:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. Lífið 10.11.2021 13:31 Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Erlent 10.11.2021 12:11 Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. Erlent 10.11.2021 10:55 Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Erlent 10.11.2021 10:14 Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Erlent 10.11.2021 08:35 Quantum Leap-stjarnan Dean Stockwell látin Bandaríski leikarinn Dean Stockwell, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Quantum Leap, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 10.11.2021 07:51 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. Erlent 10.11.2021 06:56 Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. Erlent 9.11.2021 23:47 Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. Erlent 9.11.2021 21:30 Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Erlent 9.11.2021 20:39 Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrirsætu Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn. Lífið 9.11.2021 14:37 Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. Erlent 9.11.2021 09:48 Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi Hjón í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur tveimur fyrirtækjum sem aðstoðuðu þau við að eignast barn en þegar konan ól barnið kom í ljós að rangur fósturvísir hafði verið settur upp. Erlent 9.11.2021 07:52 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Erlent 8.11.2021 23:37 Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. Innlent 8.11.2021 20:45 Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja. Viðskipti erlent 8.11.2021 14:59 „Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Viðskipti innlent 8.11.2021 13:16 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. Erlent 8.11.2021 13:01 Slaka á ferðabanni til Bandaríkjanna Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna. Erlent 7.11.2021 23:28 Fannst nakinn inni í vegg á karlaklósetti Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg. Erlent 7.11.2021 15:16 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Erlent 7.11.2021 09:00 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk. Erlent 12.11.2021 08:28
Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. Tónlist 12.11.2021 07:33
Fleiri látnir í tengslum við tónlistarhátíð Travis Scott Tuttugu og tveggja ára gamall háskólanemi lést af sárum sínum í gærkvöldi eftir að hafa slasast lífshættulega á tónlistarhátíðinni Astroworld í Bandaríkjunum. Níu hafa nú látist í tengslum við hátíðina. Erlent 11.11.2021 21:34
Monster‘s Ball-leikari látinn þrítugur að aldri Hinn bandaríski Coronji Calhoun, sem fór með hlutverk sonar persónu Halle Berry í myndinni Monster‘s Ball frá árinu 2001, er látinn, þrítugur að aldri. Lífið 11.11.2021 14:01
Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Erlent 11.11.2021 10:54
Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. Erlent 11.11.2021 07:37
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Erlent 11.11.2021 07:05
Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. Erlent 10.11.2021 23:58
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Erlent 10.11.2021 23:30
People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. Lífið 10.11.2021 13:31
Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Erlent 10.11.2021 12:11
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. Erlent 10.11.2021 10:55
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Erlent 10.11.2021 10:14
Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Erlent 10.11.2021 08:35
Quantum Leap-stjarnan Dean Stockwell látin Bandaríski leikarinn Dean Stockwell, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Quantum Leap, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 10.11.2021 07:51
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. Erlent 10.11.2021 06:56
Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. Erlent 9.11.2021 23:47
Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. Erlent 9.11.2021 21:30
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Erlent 9.11.2021 20:39
Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrirsætu Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn. Lífið 9.11.2021 14:37
Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. Erlent 9.11.2021 09:48
Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi Hjón í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur tveimur fyrirtækjum sem aðstoðuðu þau við að eignast barn en þegar konan ól barnið kom í ljós að rangur fósturvísir hafði verið settur upp. Erlent 9.11.2021 07:52
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Erlent 8.11.2021 23:37
Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. Innlent 8.11.2021 20:45
Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja. Viðskipti erlent 8.11.2021 14:59
„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Viðskipti innlent 8.11.2021 13:16
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. Erlent 8.11.2021 13:01
Slaka á ferðabanni til Bandaríkjanna Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna. Erlent 7.11.2021 23:28
Fannst nakinn inni í vegg á karlaklósetti Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg. Erlent 7.11.2021 15:16
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Erlent 7.11.2021 09:00