Blakstelpurnar í Nebraska seldu 82 þúsund miða á leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 16:00 Liðsmenn Nebraska Cornhuskers fagna sigri á síðustu leiktíð. Blakliðið þeirra er gríðarlega vinsælt í Nebraska fylki. Getty/Steven Branscombe Þeir sem héldu að það væri tóm vitleysa að láta blakleik fara fram á risastórum fótboltaleikvangi breyta kannski um skoðun þegar þeir heyra fréttirnar frá Nebraska í Bandaríkjunum. Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a> Blak Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a>
Blak Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira