Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 15:21 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“ Bandaríkin Disney Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“
Bandaríkin Disney Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira