Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 07:19 Carlson þykist greinilega vera maður sannleikans en smáskilaboð hans leiddu í ljós að það hefur ekki farið saman það sem hann segir í samtölum og það sem hann segir á skjánum. Getty/Icon Sportswire/Rich Graessle Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira