Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 08:49 Teixeira (í rauðum stuttbuxum) leiddur út í járnum af heimili sínu í Worcester í Massachusetts 13. apríl. AP/WCVB-TV Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45