Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 12:46 Öldungadeildarþingkonur Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu fengu sendar hryggjasúlur frá hóp sem vill banna þungunarrof alfarið. Um var að ræða skilabð undir rós um að sýna dug, „show some spine“. Það gerðu þær en fyrir annan málstað. AP/Jeffrey Collins Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Eins og sakir standa er þungunarrof heimilað fram að 22. viku meðgöngu í bæði Suður-Karólínu og Nebraska. Í fyrrnefnda ríkinu stóð til að banna það nær alfarið og í því síðarnefnda að takmarka það við sex vikur. Í Suður-Karólínu voru það konurnar fimm sem eiga sæti í öldungadeild ríkisins, þrír Repúblikanar og tveir Demókratar, sem stóð vörðinn. Ein þeirra, Repúblikaninn Sandy Senn, sagði samþykkt frumvarpsins myndu setja konur í þá stöðu að vera á forræði ríkisins, líkt og í skáldsögunni Saga þernunnar. Senn sagði lagasetningu um þungunarrof „alltaf, hver einasta, snúist um stjórnun; svo einfalt er það. Og í öldungadeildinni fara karlmenn með völdin,“ sagði hún. „Það eina sem við getum gert þegar þið, karlmennirnir hér í þessum sal, sláið konur ítrekað niður með því að fjalla aftur og aftur um þungunarrof, er að slá ykkur til baka með orðum okkar,“ sagði hún á þinginu. Í Nebraska sat öldungadeildarþingmaðurinn Merv Riepe hjá, þar sem hann hafði áhyggjur af því að sex vikur væru ekki nógur tími fyrir konur til að átta sig á því að þær væru þungaðar. „Þegar allt kemur til alls þá þarf ég að geta litið til baka og svarað spurningunni: Gerði ég það besta í stöðunni? Enginn hópur leitaði til mín og bað mig um að gera þetta. Þetta snýst um mína eigin afstöðu, mína eigin skuldbindingu,“ sagði Riepe í samtali við Flatwater Free Press. Jim Pillen, ríkisstjóri Nebraska, var síður en svo ánægður með Riepe og biðlaði hann í yfirlýsingu um að endurskoða afstöðu sína og standa við þær yfirlýsingar sem hann hefði gefið út um „líf“. Niðurstaðan í báðum ríkjum vakti mikla athygli vestanhafs en margir hafa sett tíðindin í samhengi við aukin ugg meðal Repúblikana um að binda sig um of við þungunarrofsumræðuna í aðdraganda kosninga, þar sem meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent