Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 08:43 Handritshöfundar með kröfuspjöld við Paramount-kvikmyndaverið í síðasta verkfalli þeirra árið 2007. Það verkfall stóð yfir í hundrað daga fram á árið 2008 og hafði mikil áhrif á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. AP/Nick Ut Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira