ASÍ

Fréttamynd

Leigu­bremsa er raun­hæf og skyn­sam­leg

Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Slær fram­boð til for­seta ASÍ alveg út af borðinu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Ójöfnuður hafi aukist í fyrra

Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ

49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að taktur náist fyrir komandi kjara­samninga

Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.

Innlent
Fréttamynd

Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni

Fyrr­verandi ríkis­sátta­­semjari segir það mjög ó­­­venju­­legt að for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins segi af sér vegna deilna inna verka­­lýðs­hreyfingarinnar. Á­tökin hafi verið ó­­­venju opin­ber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur á­hrif á gerð kjara­samninga í haust.

Innlent
Fréttamynd

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi

Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum

Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“

Innlent
Fréttamynd

Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

„Villandi framsetning og illa unnið“

Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast.

Innlent