Engin óeining innan raða VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 12:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar. Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira