Engin óeining innan raða VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 12:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar. Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira