Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 10:10 Ólöf Helga Adolfsdóttir er í framboði til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira