Landslið kvenna í handbolta

„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“
„Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta.

Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun.

Þessar sextán spila gegn Slóveníu í dag
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið þá 16 leikmenn sem verða á skýrslu er Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag.

Stjarna Slóvena verði ekki með gegn Íslandi
Ana Gros, ein besta handboltakona heims, verður ekki með slóvenska landsliðinu gegn Íslandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli HM kvenna í handbolta í dag ef marka má TV 2 í Danmörku.

Langþráður draumur að rætast
„Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins.

„Núna er komið að alvörunni“
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var.

Segir illa að sér vegið: „Búin að standa mig mjög vel!“
Það er fátt sem landsliðskonur í handbolta geta sameinast eins mikið um og að Þórey Rósa Stefánsdóttir mæti oftast þeirra seint. Þórey Rósa þvertekur fyrir slíkt.

Leikdagur í Stafangri: Fer leikplanið út um gluggann?
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í tólf ár. Slóvenía er andstæðingurinn og mætast liðin klukkan 17:00 í Stafangri í Noregi.

„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið.

Hélt hún kæmist ekki aftur á stórmót: „Þetta er bara æði“
Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir er afar ánægð með að vera komin á stórmót með íslenska landsliðinu á ný. Hún var þess ekki viss að hún myndi spila á slíku móti aftur.

„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“
Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi.

Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni
Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM.

Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp
Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur.

Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“
Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu.

PlayStation eða fyrirtækisrekstur?
Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag.

Mættu mótherjunum á göngunum
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM.

Tap hjá Íslandi í lokaleik fyrir HM
Ísland mætti Angóla í dag í lokaleik sínum á Posten Cup mótinu sem haldið er í Noregi. Liðin eru saman í D-riðli á heimsmeistaramótinu og mætast þar einnig í lokaleik riðilsins.

Sex marka tap gegn Póllandi
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með sex marka mun gegn Póllandi á æfingamóti fyrir HM í handbolta.

Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins.

Sjokk að fá þessar fréttir
Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út.

Mikið áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið: Elín Klara ekki á HM
Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir missir af HM kvenna í handbolta vegna meiðsla en hún var kjörin besti leikmaður Olís deildar kvenna á síðustu leiktíð.

„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember.

„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta hefur nú verið opinberaður. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá átján leikmenn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir þá vegferð sem liðið er á.

Mæta Angóla nokkrum dögum fyrir leik liðanna á HM
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur þátt á æfingamóti í Noregi í aðdragandanum fyrir HM þar í landi.

Þetta eru þeir átján leikmenn sem fara á HM fyrir Íslands hönd
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur valið þá átján leikmenn sem munu fara sem fulltrúar Íslands á komandi heimsmeistaramót sem fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Svona var HM-fundurinn hans Arnars
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins, fyrir komandi heimsmeistaramót, var opinberaður.

Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 23-28 | Ísland kom til baka í seinni hálfleik
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann mikilvægan fimm marka sigur gegn Færeyjum ytra. Lokatölur 28-23 en Færeyingar leiddu með einu marki í hálfleik.

„Það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum kannski ekki beint mikla reynslu af því“
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með 18 marka sigur liðsins á Lúxemborg nú í kvöld. Það varð snemma ljóst í hvað stefndi en Arnar segir að stelpurnar hafi spilað leikinn vel.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 32-14 | Öruggur sigur í fyrsta leik undankeppni EM
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 sem haldið verður Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári. Þetta var fyrsti leikur liðsins í riðlinum en ásamt Íslandi og Lúxemborg eru það Færeyjar og Svíþjóð sem mynda riðilinn. Svo fór að lokum að Ísland vann feikilega öruggan sigur á liði Lúxemborgar. Lokatölur 32-14 fyrir Ísland.

Segir ekki um að ræða skyldusigra fyrir Ísland: „Mun reyna á okkur á annan hátt“
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lítur ekki á komandi leiki liðsins í undankeppni EM sem skyldusigra. Ísland tekur á móti Lúxemborg í kvöld.